Fréttablaðið - 10.12.2022, Page 42

Fréttablaðið - 10.12.2022, Page 42
Um fimmtugsaldurinn ákvað Jónína Helga Her- mannsdóttir að segja upp krefjandi starfi sínu í Noregi og gefa sér tíma til að finna út næstu skref í lífinu. Í dag vinnur hún fallega muni úr endurunnum viði sem fást meðal annars í Fylgifiskum. starri@frettabladid.is Þegar Jónína Helga Hermanns- dóttir nálgaðist fimmtugsaldurinn fann hún að tími var kominn til að endurskoða líf sitt og hvað hún vildi gera við seinni hluta ævinnar. Jónína, sem er menntaður afbrota- fræðingur, hafði starfað lengi hjá umboðsmanni alþingis í Noregi þar sem vinnudagarnir voru oft langir og slítandi. „Þetta var bæði spennandi og góð vinna en svo fann ég bara að ég þurfti pásu frá krefjandi skrifstofuvinnu, vinnu- fundum og ferðalögum. Við fimm- tugsaldurinn ákvað ég því að leyfa mér að segja upp starfi mínu og ákvað að taka mér smá tíma til að finna út hvað mig langaði að gera í seinni hálfleik lífsins.“ Fann ró í bílskúrnum Helsta áhugamál hennar undan- farin ár hefur verið að endurvinna ýmiss konar við og búa til úr honum ýmsa fallega hluti eins og framreiðslu- og skurðarbretti, auk smærri hluta eins og eggjabikara, íláta fyrir salt og pipar, glasamotta og fleiri muna úr afgöngum, sem hún selur undir nafninu Tré og ró. Áhugamálið tók yfir lífið Jónína Helga Hermannsdóttir nýtur sín vel í bílskúrnum þar sem hún býr til einstaka muni úr ólíkum viðar- tegundum. Falleg framreiðslu- og skurðarbretti í ólíkum litum og stærðum. Eftir uppsögnina má segja að þetta áhugamál hennar hafi tekið yfir mestan frítíma hennar. „Tré og ró byrjaði þegar ég var að vinna hjá umboðsmanni alþingis. Dagarnir voru oft langir og krefjandi og þá var gott að geta farið niður í bíl- skúr til að tæma hugann og nota líkamann í annað en að sitja fyrir framan tölvu. Það gaf mér svipaða ró og aðrir voru að fá út úr því að fara út að hlaupa eða stunda jóga. Þaðan er líka nafnið komið.“ Fylgifiskar selja brettin Allt sem Jónína býr til undir merki Tré og ró er gert úr endurunnu efni og að mestu leyti úr eldhús- bekkjum úr eik og hnotu sem fólk hendir þegar það skiptir um eld- húsinnréttingu, auk borða úr gegn- heilum viði sem fólk hefur losað sig við. „Það væri auðvitað mun auðveldara fyrir mig að kaupa bara efni í næstu byggingarvöruverslun en mér finnst skemmtilegra að geta sameinað þessi tvö áhugamál mín, að vinna með tré og endurvinnslu.“ Nýlega hóf verslunin Fylgifiskar að selja brettin hennar Jónínu hér á landi. „Til að byrja með verða tvær tegundir til sölu sem heita Barbapapa og eru úr eik og lituðum aski. Þau eru hand- unnin og því eru engin bretti eins. Brettin eru mjög vinsæl hér í Noregi og ég hef meira að segja selt þau til Kanada og Bandaríkjanna svo það verður gaman að sjá viðbrögðin.“ Fyrirferðarmikil á jólamörk- uðum Desembermánuður er annasamur hjá Jónínu, sem sýnir og selur vörur sínar á nokkrum jólamörk- uðum. „Ég hef nú þegar tekið þátt í tveimur af þremur mörkuðum í desember. Salan hefur gengið framar öllum vonum og ég þarf að hafa mig alla við til að fram- leiða nóg fyrir síðasta markaðinn um miðjan mánuðinn. Auk þess hef ég selt mikið gegnum vefinn og Instagram. Þannig að nú er ég alla daga og öll kvöld úti í bílskúr að framleiða til að eiga nóg af brettum í desember." Hún segir frábæra tilhugsun að geta leyft sér að einbeita sér að þessu fram að jólum. „Svo ætla ég að taka smá pásu eftir áramót og safna að mér efniviði, endurskipu- leggja verkstæðið mitt og sinna öðrum verkefnum sem hafa setið á hakanum.“ Eiginkona Jónínu heitir Bene- dicte Lie og er norsk. Jólahaldið einkennist því bæði af íslenskum og norskum jólahefðum. „Við eigum saman tvo stráka, 12 og 15 ára. Sá yngri er mikið jólabarn og mjög upptekinn af íslenskum jólamat á meðan unglingnum gæti ekki verið meira sama. Svo framar- lega sem hann fær Nóa kropp og Trítla frá Íslandi er hann sáttur.“ Benedicte er alin upp við kalkún á aðfangadag svo fjölskyldan eldar hann oftast þá. „Svo kemur mamma yfirleitt í heimsókn rétt fyrir jólin og tekur með sér hamborgarhrygg, hangikjöt og jólakonfekt. Svo er líka hægt að kaupa bæði Malt og Egils appelsín í Noregi svo mann vantar orðið ekkert yfir jólin.“ Hægt er að skoða vörur Jónínu á treogro.no og á Instagram (@ treogro). n Miðasala við innganginn og á tix.is - Miðaverð kr. 3.500 / 2.500 Styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins, Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ og Garðabæ Mozart við kertaljós í 30 ár Camerarctica Hafnarfjarðarkirkju mánudag 19. des. kl 21.00 Kópavogskirkju þriðjudag 20. des. kl 21.00 Garðakirkju miðvikudag 21. des. kl 21.00 Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudag 22. des. kl 21.00 Kammertónlist á aðventu 2022 6 kynningarblað A L LT 10. desember 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.