Fréttablaðið - 10.12.2022, Side 53

Fréttablaðið - 10.12.2022, Side 53
Skatturinn leitar að framsæknum og skemmtilegum matreiðslumeistara með brennandi ástríðu fyrir matargerð til að annast rekstur mötuneytis Skattsins og Fjársýslunnar í nýjum höfuðstöðvum að Katrínartúni 6. Um einstakt tækifæri er að ræða fyrir hinn eina rétta ástríðukokk því ekki eingöngu felst í starfinu að eignast allt að 500 frábæra fastagesti heldur gefst viðkomandi færi á að taka þátt í að móta uppbyggingu hins nýja mötuneytis. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi dagvinnustarf. Helstu verkefni og ábyrgð: • Uppbygging og rekstur mötuneytis. • Umsjón með gerð matseðla, innkaupum og vinnuskipulagi annarra starfsmanna í eldhúsi. • Matseld og framreiðsla í hádegi. • Umsjón með veitingum á ýmsum starfsmannatengdum viðburðum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Gerð er krafa um að viðkomandi sé matreiðslumeistari. • Reynsla af stjórnun eldhúsa/mötuneyta er æskileg. • Áhugi á fjölbreyttri og hollri matargerð. • Góð framkoma og rík þjónustulund. • Sjálfstæði, hugmyndaauðgi og skipulögð vinnubrögð. • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. • Snyrtimennska er áskilin. • Hreint sakavottorð. Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu Skattsins, skatturinn.is eða á vefsíðu Starfatorgs, starfatorg.is. Ferilskrá, auk kynningarbréfs, sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Umsækjendum um störf hjá Skattinum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Starfshlutfall er 100%. Skatturinn hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 31. desember 2022 og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningar. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásgeir Heimir Guðmundsson í síma 442-1000 eða í tölvupósti á netfangið asgeir.heimir.gudmundsson@skatturinn.is Meginhlutverk Skattsins er að leggja grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlar Skatturinn að jafnræði og virkri samkeppni og leggur sitt af mörkum til að vernda samfélagið. Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna og eru þau ávallt höfð til viðmiðunar við ráðningar í störf hjá Skattinum. Skatturinn leitar að metnaðarfullum ástríðukokki Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 skatturinn.is Þátttakandi í íslensku atvinnulífi í meira en 50 ár
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.