Fréttablaðið - 10.12.2022, Page 64

Fréttablaðið - 10.12.2022, Page 64
Sætbökur eða „mince pies“ eru örlítið flóknar í gerð en einstaklega jólalegar, bæði sem kaffimeðlæti og eftir- réttur. brynhildur@frettabladid.is Sætbökur eða mince pies eru ómissandi þáttur í bresku jólahaldi síðan á sextándu öld þótt harðstjór- inn Oliver Cromwell hafi reynt að banna sætbökuát á skammri valda- tíð sinni á sautjándu öld. Sætbökur voru upphaflega með sætkryddaðri kjötkássu en nú hefur kjötið verið fjarlægt og eftir situr dásamleg sæt kryddsulta sem kölluð er sætket eða mince meat, bökuð inn í gómsætt smjördeig. Það er kannski smá vesen að gera bökurnar, einkum ef til stendur að gera sætketið sjálf en svo fyllilega þess virði. Það er einkum fyllingin eða sætketið sem gerir bökurnar einstakar, en hún gefur það sem sumum finnst vera hið fullkomna jólabragð af sultuðum ávöxtum, kryddi og koníaki. Sætbökur 350 g hveiti 225 g ósaltað smjör 1 klípa salt 1 þeytt egg Kalt vatn eftir þörfum Fylling: 750 g sætket Flórsykur til skrauts Setjið hveiti, smjör og salt í stóra, hreina skál. Vinnið smjörið inn í hveitið með fingurgómunum þar til blandan minnir á grófan sand. Hrærið egg- inu saman við með köldum hníf. Setjið vatnið saman við, teskeið í senn þar til deigið helst saman en er ekki klístrað. Vefjið deigið í plastfilmu og kælið í 15–30 mínútur. Hitið ofninn í 200°C. Smyrjið form, gott er að nota múffuform en fjöldi bakanna fer eftir stærð formanna. Sáldrið svolitlu hveiti á vinnu- brettið eða borðið og fletjið 2/3 af deiginu út þar til það er um 3 milli- metrar að þykkt. Skerið út hringi sem passa í formin, deigið þarf ekki að ná alla leið upp. Fyllið deigið af sætketi að tveimur þriðju. Fletjið afganginn af deiginu út í sömu þykkt og skerið út minni hringi til að setja ofan á, annaðhvort lok eða einhver falleg mynstur. Dýfið fingrum í kalt vatn og þrýstið lokunum ofan á bökurnar. Gerið holu í yfirborðið með litlum hníf svo gufan sleppi. Bakið í 20 mínútur eða þar til deigið er gullinbrúnt. Látið kólna og stráið svo flórsykri yfir. Sætbökur eru ljúffengar bæði heitar og kaldar, með rjóma, vanillusósu eða jafnvel góðum van- illuís. Þær geymast í viku í loftþétt- um umbúðum og eru bæði fallegar og góðar, og um að gera að prófa. Sætket í bökur 175 g rúsínur 110 g kúrenur 110 g sultaður appelsínu- eða sí- trónubörkur, smátt saxað 175 g kókosolía við stofuhita 225 g dökkur púðursykur ½ tsk. ferskt eða þurrkað múskat 2 tsk. kryddblanda (sjá uppskrift) Hið fullkomna jólabragð Gaman er að skera út stjörnur eða kristþyrni í lokin til að gefa bökunum enn jólalegra yfirbragð. Sætbökur eru aldagömul bresk hefð og er ómögulegt fyrir flesta Englend- inga að ímynda sér jólin án þeirra. 1 sítróna (rifinn börkur og safi) 1 appelsína (rifinn börkur og safi) 1 rautt epli, kjarnhreinsað og smátt saxað 4 msk. koníak Blandið öllu nema koníakinu saman í eldfast mót og hrærið vel. Breiðið hreint viskastykki yfir og látið liggja yfir nótt. Blandan verður betri sé hún látin bíða. Hitið ofninn í 110°C. Hrærið aðeins í, fjarlægið viskastykkið og setjið álpappír yfir formið í staðinn. Látið standa í ofninum í tvo og hálfan tíma. Takið út úr ofninum og látið kólna. Mikilvægt er að hræra öðru hvoru í sætkjötinu svo ávextirnir sam- lagist sem best á meðan blandan kólnar. Þegar hún er orðin þokkalega köld hrærið einu sinni enn, hellið koníakinu út í og hrærið aftur. Fyllið sótthreinsaðar krukkur með köldu sætketi og lokið þeim vel. Geymist upp undir ár á köldum stað. Kryddblandan 4 tsk. kanill 2 tsk. kóríander 1 tsk. allrahanda ½ tsk. múskat ½ tsk. engifer ¼ tsk. negull Berglind Gerða Sigurðar- dóttir er sölustjóri hjá KAVITA og hefur starfað í heilsugeiranum í fjöldamörg ár. Berglind býr í Grafarvogi og á þrjú börn. Hún hefur mikinn áhuga á almennri heilsu, mataræði, hreyfingu og fæðubótarefnum. Berglind hefur stúderað fæðu- bótarefni, steinefni og allt sem tengist slíkum efnum í mörg ár. Hún segir mikið leitað til sín til að fá ráð varðandi slíkt. „Þegar vinkonur mínar standa í heilsurekkanum í búðinni og vita ekki hvað þær eiga að velja hringja þær í mig til að fá ráðgjöf,“ segir Berglind. „Það skiptir líka máli hvenær dags á að taka inn fæðubótarefni og það er umræða sem ég hef mikinn áhuga á og er alltaf til í að ræða.“ „Ég hef tekið vítamín í mörg ár og er líklega búin að prófa meira en flestir. Ég hef tekið mikið af bætiefnum en einhverra hluta vegna er C-vítamínið alltaf mitt uppáhaldsefni. Mér finnst margir gleyma C-vítamíninu, en það er ótrúlega mikilvægt að muna eftir þessu lykilvítamíni bæði út af andoxunarefnum sem eru frábær fyrir húðina og fyrir góðan svefn. Ég legg til dæmis mikla áherslu á að benda vinkonum mínum á að taka C-vítamínið á kvöldin, þann- ig virkar það langbest. Mér finnst eins og sumir á mínum aldri haldi að C-vítamín sé bara eitthvað sem var trend í gamla daga og fólk jafn- vel ekkert að spá í það, en þetta má ekki gleymast.“ Hefur ofurtrú á C-vítamíni Berglind segir að C-vítamín sé mikilvægt næringarefni sem gegnir hlutverki í viðhaldi vefja og framleiðslu á tilteknum taugaboð- efnum. Berglind notar C-vítamín frá GOOD ROUTINE á hverjum degi og hefur alla tíð haft ofurtrú á C- vítamíni. „Munurinn á þessu C-vítamíni og öðru C-vítamíni er bromelain. Það er efni sem finnst í ananas og hjálpar til við bólgur og styrkir ónæmiskerfið. Það hefur líka reynst vel fyrir tennur og tann- hold.“ Berglind hefur alla tíð stundað mikla hreyfingu og hugað vel að mataræði og almennri heilsu. Berglind er sannfærð um að sá lífsstíll stuðli að mun sterkari andlegri heilsu og komi í veg fyrir lífsstílssjúk- dóma. Berglind var því miður ein af þeim sem lenti illa í Covid, varð mjög lasin og lengi að eiga við leiðindaeftirköst. „Í bataferlinu áttaði ég mig á því hvað það var mikil- vægt að fá heilsuna til baka. Þá kom skýrt í ljós hvað það skiptir miklu máli að velja réttan mat og fæðubótarefni til að ná heilsu á ný,“ segir hún. „Það sem mér finnst áhuga- verðast við C-vítamínið er að ég er alveg laus við alla fótaóeirð og almenna óeirð í líkamanum þegar ég er dugleg að taka C-vítamín. Þar af leiðandi verður svefninn miklu betri. C-vítamínið eykur líka upp- töku járns í líkamanum. Þegar við erum undir miklu álagi andlega eða líkamlega er mikilvægt að líkaminn fái C-vítamín. Ég er ekki hrædd við að taka of mikið af C- vítamíni því það er þannig vítamín að líkaminn losar sig við það ef maður tekur of mikið“ Framleiðum ekki C-vítamín Þetta C-vítamín sem ég er að taka er einstök vara sem veitir öfluga vörn fyrir bæði ónæmiskerfið, önd- unarfærin og taugakerfið. „Þetta er því tilvalin fæðubót fyrir þá sem vilja verjast árstíða- bundnum kvefpestum, bæta C-vítamíni í daglegt mataræði og taka inn góð andoxunarefni,“ útskýrir Berglind. „Líkaminn getur ekki framleitt C-vítamín sjálfur svo hann þarf að fá það úr fæðu eða með fæðubót. C- vítamínið í C-YOUR-IMMUNITY® er í sínu náttúrulega formi sem gerir það að verkum að upptakan verður mun betri í líkamanum.“ Berglind upplýsir að quercetin og hesperidin séu náttúruleg efni sem virka einstaklega vel saman við að draga úr kvef- eða ofnæmis- einkennum, styðja við bólgusvar líkamans og draga úr virkni skað- legra efnasambanda í líkamanum. Eins og Berglind minntist á áður, inniheldur varan einnig bromela- in. Þá tegund ensíms sem kemur úr ananas og hefur eiginleika til þess að styðja við ónæmiskerfið og öndunarfærin. n Vörurnar frá Good Routine fást í Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaup- um, Lyfjum og heilsu, Apótekar- anum og á goodroutine.is Mitt allra mest uppáhalds C-vítamín Berglind Gerða Sigurðardóttir er sölustjóri hjá KAVITA og hefur starfað  í heilsugeiranum í fjöldamörg ár. MYNDIR/AÐSENDAR C-vítamínið í C-YOUR-IMMUNITY® er í sínu náttúrulega formi. Munurinn á þessu C-vítamíni og öðru C-vítamíni er bromelain. Það er efni sem finnst í ananas og hjálpar til við bólgur og styrkir ónæm- iskerfið. 8 kynningarblað A L LT 10. desember 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.