Fréttablaðið - 10.12.2022, Síða 70

Fréttablaðið - 10.12.2022, Síða 70
Ég trúði því að mamma myndi skamma mig af því þær létu mig trúa að ég væri óþekk. Kona sem dvaldi sem barn á leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði segir ofbeldi sem hún varð fyrir þar hafa fylgt sér fram á fullorðinsár. Arna Ósk Óskarsdóttir segir það að verða fyrir ofbeldi í æsku ekki gott veganesti út í lífið, en hún trúði því lengi að hún ætti ofbeldið skilið, en skilar nú skömminni til þeirra sem hana eiga. Maður man ekkert mikið frá æskunni en maður man það sem lét manni líða mjög illa og það sem lét manni líða mjög vel. Þetta hefur einhvern veginn alltaf setið eftir,“ segir Arna Ósk Óskarsdóttir, sem dvaldi sem barn á leikskól- anum Hörðuvöllum í Hafnarfirði á tíunda áratug síðustu aldar. Hún er ein fjölmargra barna sem beitt voru harðræði af starfsfólki leikskólans, þar sem meðal annars var límt fyrir litla munna með breiðu límbandi, börn tekin úr að ofan til niðurlæg- ingar og neglur voru klipptar niður í kviku. Börnin hlógu „Ég man ekki nákvæmlega hvað ég gerði af mér til þess að þær fóru að beita sér svona. Það sem situr mest í mér er þegar þær skömmuðu mig og tóku mig úr að ofan. Síðan settu þær mig í barnastól við matmáls- tímann á meðan hin börnin sátu á venjulegu borði. Börnin hlógu því þau vissu að þetta var aðferð sem notuð var til að skamma,“ segir Arna Ósk, þegar hún rifjar upp æskuna á köldum degi á kaffihúsi í hjarta Hafnarfjarðar. „Það var aðallega þetta að þær skyldu taka mig úr að ofan sem situr mest í mér. Ég er tiltölulega nýhætt að vera rosalega vör um mig og spé- hrædd,“ segir Arna Ósk einlæg, en Þær voru fullorðnar konur og ég barn Arna Ósk skilar skömminni til þeirra sem hana eiga, í tengslum við Límbandsmálið svokallaða, í leikskólanum Hörðuvöllum í Hafnarfirði á tíunda áratug síðustu aldar. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Arna Ósk stígur mikilvægt skref fyrir litlu Örnu. Mynd/aðSend Helena Rós Sturludóttir helenaros @frettabladid.is hún sagði foreldrum sínum ekki frá ofbeldinu fyrr en málið komst í fjöl- miðla nokkrum árum síðar, þegar móðir hennar fór að spyrja. „Mér datt aldrei til hugar að segja foreldrum mínum hvað hafði skeð í leikskólanum. Ég trúði því auðvitað frá þessum konum sem áttu að vera þarna og vernda mig og ég leit upp til. Ég trúði því að þær væru að gera þetta af því ég átti það skilið,“ segir Arna Ósk og heldur áfram: „Ég trúði því að mamma myndi skamma mig af því þær létu mig trúa að ég væri óþekk.“ Límbandsmálið Fjallað var um límbandsmálið svokallaða í fjölmiðlum árið 1997. Málið vakti talsverða athygli en þremur leiðbeinendum í leikskól- anum var vikið úr störfum í kjölfar þess að móðir barns á leikskólanum sá tveggja ára dreng með breitt lím- band fyrir munninum þegar hún sótti barn sitt á leikskólann. Leikskólastjórinn sagði í samtali við Morgunblaðið 15. mars 1997 alla vera í sárum og að leikskólinn hefði fengið fyrirheit frá skólaskrifstofu Hafnarfjarðar um sálfræðiaðstoð. Þá kvaðst leikskólastjórinn ekki kannast við að vandamál af þessu tagi hefði komið upp á leikskólan- um áður, en að það yrði rannsakað. Þó nokkuð var fjallað um málið í fjölmiðlum þetta ár. Foreldrar töldu leikskólastjórann bera ábyrgð á málinu, sem æðsta stjórnanda. Í ágúst sama ár sendi á annan tug for- eldra barna á leikskólanum frá sér ályktun vegna málsins. Dagblaðið Vísir greindi frá álykt- uninni en þar kom fram að fjölmörg dæmi hefðu verið um að börn væru beitt harðræði á leikskólanum og að það hefði viðgengist í mörg ár. Samkvæmt frásögnum barna voru krakkar sem þóttu of háværir og óþægir settir í barnastól og límt fyrir munninn á þeim með breiðu límbandi. Stundum hefðu þau verið óluð niður. Málinu vísað frá Foreldrar barnanna kærðu málið og samþykkti barnaverndarnefnd að leggja fram kæru til rannsóknar- lögreglu ríkisins sem að rannsókn lokinni vísaði málinu til Ríkissak- sóknara. Í skýrslu umboðsmanns barna frá árinu 1997 er málið rakið stuttlega. umboðsmaður barna hafi ritað bréf til ríkissaksóknara þar sem meðal annars kom fram að málið væri mjög einstakt og óskaði umboðs- maður eftir upplýsingum um hve- nær vænta mætti ákvörðunar vegna málsins. Í desember sama ár barst umboðsmanni afrit bréfs frá ríkis- saksóknara sem sent var til Sýslu- mannsins í Hafnarfirði, þar sem fram kom að umræddu máli hefði verið vísað frá. Fréttablaðið óskaði eftir afriti af bréfinu frá Hafnarfjarðarbæ og upplýsingum um hvers vegna umræddu máli hefði verið vísað frá. „Þar sem nokkuð langt er um liðið þá þurftum við að skoða eldri gögn og gagnageymslur og leiddi sú leit í ljós að afrit af bréfi er ekki til í okkar skjalaskrám. Leikskólinn var á þess- um tíma rekinn af Verkakvennafé- laginu Framtíðinni, en á þessum tímapunkti tók Hafnarfjarðarbær við faglegum rekstri skólans. Með bréfi dags. 1. desember 1997 til- kynnti ríkissaksóknari að af ákæru- valdsins hálfu væri ekki krafist frek- ari aðgerða í málinu. Sálfræðingar á vegum sveitarfélagsins ræddu við hóp barna og foreldra þeirra og sál- fræðileg aðstoð og/eða ráðgjöf var boðin eftir þörfum. Lögð var áhersla á að allir fengju aðstoð sem vildu. Þetta eru þær upplýsingar sem við finnum í okkar skjölum og skrán- ingum,“ segir í svari bæjarins. Einelti í grunnskóla Það var ekki fyrr en leikskólinn komst í fjölmiðla sem móðir Örnu Óskar fór að spyrja. Fjölskyldan fór þó aldrei með málið lengra. „Ég held að foreldrar mínir hafi trúað því að það væri búið að gera eitthvað í þessu. Þau fóru strax í að hjálpa mér sjálfri,“ útskýrir Arna Ósk, en á þessum tíma bjó fjölskyldan í Þýskalandi, þar sem hún hóf grunn- skólagöngu sína. Ofbeldið fylgdi Örnu Ósk út alla grunnskólagönguna. Hún var lögð í mikið einelti í Þýskalandi og svo síðar í grunnskóla í Hafnarfirði þegar hún flutti heim. „Þetta hefur alltaf haft mjög mikil áhrif á mig. Ég fer úr leikskóla rosa brotin og var með lítið sjálfstraust. Þegar ég byrjaði í fyrsta bekk þá lenti ég í kennara sem beitti mig miklu and- legu of beldi og hvatti krakkana til að stríða mér. Ég var útlendingur  36 Helgin 10. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.