Fréttablaðið - 10.12.2022, Side 76

Fréttablaðið - 10.12.2022, Side 76
áróðursherferðin er léleg. Hins vegar er hún góð hjá Samtökum atvinnulífsins. Ógreiddur Hall- dór Benjamín er allt í einu orðinn maður fólksins, og hann er fulltrúi einhverra nokkurra stórfyrirtækja. „Þú getur þetta, Halldór, fyrir verka- fólkið!“ Undirheimarnir Það er líka vargöld í undirheim- unum. Eruð þið hrædd við að fara út á djammið? Stefán: Ég hef ekki djammað í sex ár en ég vinn niðri í bæ, og stundum langt fram á nótt. Mér finnst aðeins óþægilegra að labba heim á nótt- unni. Lenya: Ég djammaði á föstudag- inn. Þessi þróun í undirheimunum er hættuleg en ég er ósammála dómsmálaráðherra um nálgunina, að vopnavæða lögregluna og herða refsingar. Mér finnst að við ættum að ráðast að rót vandans, sem er félagslegur og sálfræðilegur. Stefán: Brynjar Níelsson, sem dæmi, virðist halda að glæpamenn birtist í einhverju tómarúmi. Eins og persónur í tölvuleik. En þetta eru krakkar, sem telja það sér til fram- dráttar að þjóna vafasömum eldri mönnum með innbrotum og sölu fíkniefna. Það þarf að grípa utan um þá. Harðar refsingar virka ekki. Lenya: Stríðið gegn fíkniefnum virkar ekki og við verðum að fara að prófa öðruvísi nálgun. Við náum ekki að góma alla sem koma með fíkniefni til landsins. Sveitin og veðrið Önnur vargöld er í sveitum lands- ins, út af lausagöngu sauðfjár. Mega kindur vera alls staðar? Stefán: Tengdaforeldrar mínir eru bændur en ég hef ekki vit á þessu. Mér finnst samt algjör stemning að sjá kindur alls staðar. Lenya: Ég borða ekki dýr. Mér finnst sauðfé eiga sama frelsisrétt og við fólkið til að fá að lifa góðu lífi. Þau eru mjög sæt líka. Hvað með blóðmerahald? Stefán: Það er viðbjóður, maður! Ég vissi ekki að þetta væri til fyrr en ég sá þetta í fréttum. Lenya: Ég ætla að fá að hrósa Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, fyrir slaginn sem hún er að taka gegn blóðmerahaldi. Það er mjög f lott hjá henni og í takt við mína stefnu þegar kemur að dýravelferð- armálum. Ég vona að þetta hætti sem fyrst. Stefán: Ég er mikill aðdáandi Ingu Sæland. Hún er mikil stemnings- kona. Lenya: Fæði, klæði, húsnæði. En laxeldið? Stefán: Það er miklu leiðinlegra að keyra úti á landi eftir að þetta kom. Þetta er ljótt og allir firðirnir eru að fyllast af þessu. Á meðan þetta er ekki að bjarga heiminum úr hungursneyð þá er ég mótfallinn þessu. Þetta stefnir laxastofninum í hættu og Norðmenn eiga nóg af peningum. En náttúran öll og loftslagið? Lenya: Þetta er búinn að vera vax- andi kvíði hjá mér síðustu ár. Við erum farin að taka eftir raunveru- legu áhrifunum sem loftslagsváin er að hafa á okkur. Slógum við ekki hitamet í nóvember? Stefán: Ég held að það sé spáð 10 gráðum á morgun. Lenya: Það er ekki í lagi! Veðrið er búið að vera svakalega skrýtið í ár. Ég held að við þurfum að stíga fast til jarðar og grípa í þá tauma sem við getum. Loftslagsváin er byrjuð og við getum ekki komið í veg fyrir hana, en við getum hægt á henni. Mig langar að eiga börn og barna- börn, en með þessu áframhaldi munu þau ekki getað lifað í þessum heimi sem við erum að skapa. Flóttafólk Það hafa komið margir f lóttamenn til landsins og við vísum mörgum burt. Vantar okkur ekki fólk? Lenya: Hluti af vandamálinu er að við veitum ekki atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi. Fullt af fólki sem kemur til landsins vill vinna og margt af því er með menntun. En þetta snýst ekki aðeins um hjól atvinnulífsins. Flóttamenn koma hingað í neyð, það er ógeðsleg veg- ferð sem þeir leggja á sig til að kom- ast hingað. Stefán: Flóttamönnum er ekki að fara að fækka á komandi árum. Af hverju lögum við kerfið okkar ekki að þessu? Við bjuggum til þetta kerfi. Lenya: Við þurfum líka að byggja betur upp innviðina og velferðar- kerfið til þess að geta bæði sinnt þessum hópi og Íslendingum sjálfum. Niðurstaða Hvað gefið þið árinu 2022 í ein- kunn? Stefán: Þetta ár fellur. Ég gef því 2. Lenya: 4,9. Verður 2023 betra? Stefán: Ég held það. Ég held að 2023 verði mjög skemmtilegt. Lenya: Já. Ef það verða stjórnar- slit. n Stefán og Lenya rýna í kosninga- sigur Framsókn- arflokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Ég ætla að fá að hrósa Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, fyrir slaginn sem hún er að taka gegn blóðmera- haldi. Lenya Rún Taha Karim - ómissandi með steikinni 42 Helgin 10. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN Á RÖKSTÓLUM FRÉTTABLAÐIÐ 10. desember 2022 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.