Fréttablaðið - 10.12.2022, Síða 78
Í hvert sinn sem ég stíg
út úr íbúðinni minni
sé ég misskiptingu
samfélagsins.
Ruben Östlund
Sænski leikstjórinn Ruben
Östlund er rísandi stjarna og
einn umtalaðasti leikstjóri
seinni ára. Kvikmynd hans
Triangle of Sadness hefur
sópað að sér verðlaunum
og viðurkenningum. Hann
svarar gagnrýnendum fullum
hálsi og segist elska félags-
fræði.
Ruben Östlund er fæddur
1974. Hann hóf kvik-
myndaferilinn í skíða-
brekkum Alpanna, þar
sem hann myndaði utan-
brautar skíðamyndbönd og landaði
í framhaldinu starfi hjá framleiðslu-
fyrirtæki. Triangle of Sadness er
vinsælasta mynd Rubens til þessa
ef marka má aðsóknartölur kvik-
myndahúsa, en eldri myndir hans,
Force Majeure frá árinu 2014 og The
Square frá árinu 2017, hlutu báðar
Gullpálmann í Cannes.
Ruben er afslappaður í fasi. Hann
hefur oft komið til Íslands og langar
að skella sér á skíði hér á landi einn
daginn. Hann ræðir við blaðamann
í síma, staddur í spænsku borginni
Valéncia á Spáni. Eiginkona hans
er tískuljósmyndarinn Sina Görcz
og saman eiga þau ungan son sem
lætur í sér heyra þó að faðir hans sé
í símanum. Ruben átti fyrir tvo syni
frá fyrra hjónabandi.
Kryfur samfélagið
Myndir Rubens eru marglaga sam-
félagsádeilur sem glíma við stétta-
skiptingu í sinni víðustu mynd:
misskiptingu auðs, fordóma, kyn-
hlutverk, lífsstíl og afþreyingariðn-
að, svo að dæmi séu tekin. Leikstjór-
inn sjálfur tilheyrir í dag hinum
frægu og útvöldu, og flýgur á milli
heimsborga og kvikmyndahátíða.
Aðspurður hvernig sé að tilheyra
elítunni, smám saman, samhliða
því að gagnrýna hana, hlær hann.
„Þetta er áhugavert. Þetta dregur
athygli að myndunum. Evrópska
nálgunin á kvikmyndaformið er
að nota miðilinn til að kryfja sam-
félagið og spyrja spurninga.“
Að horfa saman
Ruben segir að það sé gríðarlega
mikilvægt að þeir sem starfa í iðn-
aðinum átti sig á mikilvægi kvik-
myndasýninga. „Þetta er nánast
eini vettvangurinn þar sem við
njótum kvikmynda saman með
öðrum,“ segir hann. Áður fyrr hafi
fólk safnast saman fyrir framan
sjónvarpsskjái en í dag sé hver í sínu
horni að horfa á mismunandi efni.
Svarar gagnrýni á Sorgarþríhyrninginn
Ruben Östlund
er staddur
hér á landi um
helgina. Nýjasta
kvikmynd hans
Triangle of Sad-
ness er tilnefnd
til Evrópsku
kvikmynda-
verðlaunanna
sem afhent eru
í Hörpu í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Nína Richter
ninarichter
@frettabladid.is
„Fyrir utan einn sjónvarpsþátt sem
er Eurovision,“ segir Ruben og hlær.
„Það er mikilvægt að horfa
saman. Þegar við erum ein þá erum
við ekki að spegla okkur í efninu
með sama hætti. Þegar þú ert í bíó
spyr kannski einhver: Hvað fannst
þér? Þá þarftu bara að svara og
mynda þér skoðun og það er allt
öðruvísi,“ segir hann.
Ruben bendir einnig á að full-
orðnir hafi misst stjórn á því afþrey-
ingarefni sem börn horfa á. „Í dag
eru fjórtán ára áhrifavaldar á sam-
félagsmiðlum að ná til miklu stærri
hóps en eitthvert barnaefni,“ segir
leikstjórinn.
Í Triangle of Sadness er komið
inn á samfélagsmiðlamenningu.
Aðspurður hvort slík þemu komi til
með að halda áfram og verða jafn-
vel fyrirferðarmeiri í næstu verkum,
svarar Ruben:
Öðruvísi flugslysamynd
„Næsta myndin mín heitir The Ent-
ertainment system is down. Hún
gerist í löngu f lugi, svona sautján
tíma flugi eða einhverju svoleiðis.
Farþegar fá upplýsingar um að
afþreyingarkerfið liggi niðri,“ segir
hann. „Farþegar hafa tvo tíma
þangað til símarnir tæmast og þá
verður þetta allt svakalega áhuga-
vert.“ Undirrituð andar djúpt og
reynir að missa sig ekki í hláturinn.
Ruben tekur sér langan tíma í
að vinna myndir og hann segir
að nýju myndarinnar sé að vænta
eftir, í fyrsta lagi, þrjú til fimm ár.
Um þessar mundir vinnur hann að
handriti. „Ég nýt þess að ræða efni
myndarinnar við fólk sem ég vinn
með, spila svona ping pong með
hugmyndir. Fólk fer að tengja við
það og segja mér frá sínum vanga-
veltum og þá stel ég bara bestu
hugmyndunum og set í handritið,“
segir hann. Ruben skrifar handritið
sjálfur en er með aðstoðarmann-
eskju sem sinnir rannsóknarvinnu.
Svarar gagnrýninni
Mikið hefur verið skrifað og skrafað
um hina gríðarvinsælu Triangle of
Sadness og leikstjórinn er varla sam-
mála allri gagnrýninni?
„Í fyrsta lagi hafa viðtökurnar
heilt yfir verið jákvæðar á heims-
vísu. Ég vildi gera rússíbanareið
fyrir fólk og mér finnst það hafa
tekist,“ segir hann. „En þegar litið
er á gagnrýnina sé ég stundum að
fólk hefur verið að lesa myndina frá
einhverjum hefðbundnum staðli
um hvernig skáldverk á að vera sett
fram. Sem dæmi þegar fólk segir: Já,
eru ríkir krakkar vondir, samkvæmt
myndinni? Þá segi ég nei, horfðu
aftur á myndina, í rauninni eru ríku
krakkarnir besta fólkið í sögunni.
Ég vildi gjarnan brjóta þessa frá-
sagnarhefð, en hefðin er svo sterk
að fólk blindast. Það var svolítið
áhugavert að sjá hversu formfast
þetta er. Næst segir fólk: Já, er þetta
gagnrýni á kapítalismann? En það
er allt, allt of mikil einföldun á efni
myndarinnar. Ég samþykki það alls
ekki,“ segir Ruben. „Sumir segja: Já,
pólitíkin er rosalega augljós. Þá spyr
ég: Segðu mér þá hver þessi augljósa
pólitík er. Enginn hefur svarað mér
almennilega,“ segir hann. „Mig
langar að vita hvað það er sem á að
vera svona augljóst.“
Kannski, sem dæmi, þessi mis-
skipting milli hæða í bátnum, sem
endurspeglar þá efnahagslega mis-
skiptingu karakteranna sem svara
til mismunandi laga samfélagsins?
„Í hvert sinn sem ég stíg út úr
íbúðinni minni sé ég misskiptingu
samfélagsins. Ef fólk sér þetta ekki í
sínu nærsamfélagi þarf það að skoða
málið. Eitt sem ég vildi gjarnan
gera og hefur verið markmiðið með
öllum myndum sem ég geri, er að
nálgast efnið aldrei þannig að ég
skelli skuldinni á einstaklinga eða
persónur í verkinu. Það er frekar
félagslega samhengið sem persón-
urnar tilheyra, það er nálgunin sem
ég vel mér í kvikmyndagerð,“ segir
Ruben.
„Ég elska félagsfræði af því að hún
skellir ekki skuldinni á einstakling-
inn heldur skoðar samhengið og
aðstæðurnar sem hann hrærist í.
Ef aðstæðurnar eru svona, þá kallar
það fram svona hegðun,“ segir hann.
Ruben er hrifinn af Karli Marx og
telur hann einn af fremstu hugsuð-
um sögunnar. Þó sé hann umdeildur
í Svíþjóð. „En félagsfræðin snýr til
dæmis að því að horfa á heiminn út
frá auðvaldslögmálum. Út frá þeirri
sviðsmynd. Það er svolítið pirrandi
þegar fólk reynir stöðugt að afskrifa
marxískar kenningar með því að
tengja þær við kommúnismann.
En ef þú talar eingöngu um félags-
fræðina er ekkert vesen,“ segir hann.
Aðalleikkonan látin
Leikhópurinn í Triangle of Sadness
er mikið lofaður. Ruben ferðaðist
um heiminn í leit að bestu mögu-
legu leikmönnum, og orðar það
þannig að hann hafi viljað setja
saman eins konar Real Madrid,
ofurlið með bestu mögulegu leik-
mönnum. „Við leituðum á Filipps-
eyjum, í Þýskalandi, Frakklandi,
Skandinavíu, Bandaríkjunum og
Englandi. Þetta gekk ekki út á að
velja einhverja fræga leikara heldur
velja fólk sem einfaldlega bætti
einhverju við liðsheildina. Þetta
var frekar langt ferli en ég er mjög
ánægður með þessa litríku pallettu
sem okkur tókst að skapa,“ segir
Ruben.
Aðalleik kona my ndar innar
Charlbi Dean Kriek lést í ágúst, fjór-
um mánuðum eftir frumsýningu
myndarinnar, viku áður en myndin
var sýnd á Alþjóðlegu kvikmynda-
hátíðinni í Toronto.
Ég votta þér samúð vegna fráfalls
aðalleikkonu myndarinnar Charlbi
Dean Kriek. Geturðu sagt okkur
aðeins frá því hvernig var að verða
fyrir slíkum missi?
Ruben þagnar augnablik. „Já. Í
fyrsta lagi verð ég að segja að fjöl-
skylda hennar og unnusti eru auð-
vitað að upplifa þetta á allt öðrum
skala en við,“ segir hann. „En þegar
þú ert leikstjóri að vinna með
leikara og sér í lagi í heimsfaraldri,
kynnistu fólki mjög vel. Þú treystir
á viðkomandi og verður svolítið
náinn þeim. Eins og hinir leikar-
arnir, tók Charlbi mikinn þátt og gaf
mikið af sér í verkið. Hún lyfti öllum
í kringum sig,“ segir Ruben.
„Hún lést áður en við frumsýnd-
um í Toronto. Það var mjög skrýtið
að standa þarna saman á sviðinu
þegar það vantaði einn. Hæfileikar
hennar í leiklistinni sáust mjög vel í
myndinni og ég hlakkaði gríðarlega
til að sjá hvað tæki við hjá henni
eftir þessa mynd. Hvers konar hlut-
verk hún myndi taka að sér í fram-
haldinu,“ segir hann.
„Þegar við sýndum í Toronto og
Grikklandi var sýningin tileinkuð
Charlbi. Það er enn þá þannig, þú
vilt gefa áhorfendunum tækifæri til
að fylgjast með frammistöðu henn-
ar og heiðra minningu hennar.“ n
Nánar á frettabladid.is.
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir á
ski
lja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra.
Cinque Terre
3. eða 10. júní í 7 nætur
Júní 2023
595 1000 www.heimsferdir.is
255.900
Flug & hótel frá
7 nætur
Fararstjóri:
Vilborg Halldórsdóttir
GÖNGUFERÐ
44 Helgin 10. desember 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ