Fréttablaðið - 10.12.2022, Page 90
Erindi vEgna skyndilEgs
barnsmissis
Þriðjudaginn 13. desember n.k. kl. 20:00
í Grafarvogskirkju verður
Hjalti Jón Sverrisson sjúkrahúsprestur
með erindi fyrir foreldra/forráðamenn og fjölskyldur
þeirra sem orðið hafa fyrir skyndilegum barnsmissi.
Birta landssamtök voru stofnuð þann 7. desember
2012 og eru því 10 ára um þessar mundir.
Allir velkomnir.
Stjórn Birtu.
www.birtalandssamtok.is
BÆKUR
Tól
Kristín Eiríksdóttir
Fjöldi síðna: 349
Útgefandi: JPV
Kristján Jóhann Jónsson
Skáldsagan Tól eftir
Kristínu Eiríksdóttur er
hagkvæmt „tól“ fyrir þá
sem hafa gaman af að
hugleiða bókmenntir.
Þar er skrifað um ást og
tryggð, svik og of beldi, skáldskap
og heiðarleika, börn og fullorðna
og síðast en ekki síst, fíkn og mann-
gildi. Sagan er fagmannlega skrifuð
og sýnir lesendum inn í ýmsa og
mismunandi kima mannlífsins eins
og títt er um þann skáldskap sem
bestur er.
Aðalpersónan Villa Dúadóttir
kynnir í upphafi bókar heimilda-
mynd sem hún hefur gert um hval-
veiðimanninn Dimitri, náunga
sem er ekki allur þar sem hann er
séður, hvorki í lífi sínu né myndinni.
Glöggur lesandi getur fljótlega séð
að milli Villu og Dimitri eru snerti-
f letir sem höfundur birtir okkur
smám saman. Í heimildamynd sinni
er Villa að nokkru leyti að fjalla um
sjálfa sig þegar hún býr til myndina
af Dimitri. Hún sneiðir hjá því nei-
kvæðasta í fari hans og það kallast á
við eyðurnar í sjálfsskilningi hennar.
Eftir stendur hin eilífa spurning sem
aldrei verður svarað: Að hve miklu
leyti móta aðstæðurnar einstakl-
inginn?
Sá yðar sem syndlaus er
Sögur eru tól sem við notum til þess
að útdeila sekt og sakleysi og sögu-
konan Villa getur ekki dæmt Dimitri.
Hún þekkti hann þegar hann var
ungur og saklaus og í myndinni sýnir
hún hve möguleikalaus hann var frá
upphafi. Ef hún dæmir hann verður
hún að dæma sjálfa sig. Sá yðar sem
syndlaus er kasti fyrsta steininum,
segir í annarri og eldri bók.
Meginvandi Villu og
Dimitri er fíknin. Hjá
Dimitri eru aðstæður
svo herfilegar alveg frá
uppvexti að erfitt er að
ímynda sér að hann eigi
völ á annarri leið en þeirri
sem hann fer. Það er ekki
í boði fyrir fólk eins og
hann og móður hans að
verða „höfundar eigin
lífs“ í jákvæðum skiln-
ingi. Skáldsaga Kristínar
lokar ekki með svörum,
opnar frekar fyrir frjóar
vangaveltur um örlög mannanna.
Skáldskapur sem valdatæki
Áleitinn þáttur í sögunni Tól er hlut-
skipti barna sem foreldrar svíkja.
Mikil sögumannsfærni birtist í því
að geta sagt sögur foreldra og barna
af jafn mikilli hluttekningu og raun
ber vitni, án þess að útdeila sleggju-
dómum eða „missa sig“ á lyklaborð-
inu. Einungis úrvalshöfundar geta
sagt frá svo viðkvæmum málum af
stillingu. Svik við lítil börn eru með
því ljótasta sem fólk getur gert og
verði sannleikurinn óbærilegur er
alltaf hægt að ljúga. Það kemur skýrt
fram í sögu bæði Villu Dúadóttur og
Dimitri. Hann hefur brugðist við því
með útsmognum lygavef og það gerir
Villa líka, sviðsetur bæði hann og sig
og fegrar. Persónur í sögum Krist-
ínar Eiríksdóttur hafa löngum verið
furðu slyngar við þá iðju.
Kannski hugsar nú einhver um
sjálfsblekkingar eða lygi en við
búum öll við persónulega sögu sem
við höfum samið, eða látið aðra
semja fyrir okkur. Skáldskapurinn
er valdatæki. Hann er að því leyti
eins og spegill stjúpunnar í ævin-
týrinu um Öskubusku. Hann getur
sagt okkur hver er fegurst/ur, hver
sveik ekki barnið sitt og hver er ekki
fíkill. n
NIÐURSTAÐA: Frábær skáldsaga
þar sem víðsýnn höfundur horfir
yfir mannlífið. Faglega skrifuð,
snjöll og skemmtileg.
Fólkið og fíknin
tsh@frettabladid.is
Aðventuhátíð Boðunarkirkjunnar
í Hafnarfirði fer fram á morgun,
sunnudaginn 11. desember. Mikið
verður um dýrðir en þetta er í fyrsta
sinn sem Boðunarkirkjan heldur
aðventuhátíð.
Fram koma Elín Ósk Óskarsdóttir
óperusöngkona, Kjartan Ólafsson
píanóleikari og sögumaður, Anna
Sigríður Helgadóttir söngkona,
Maríanna Másdóttir söngkona og
þverflautuleikari, Jóhann Grétars-
son söngvari, sem einnig mun lesa
upp ljóð, Alrún María Skarphéðins-
dóttir píanóleikari og hljómsveit
kirkjunnar, en hana skipa Kjartan
Ólafsson, Jóhann Grétarsson, Kon-
ráð Óli Fjelsted og Geir Jón Grettis-
son. Magnea Sturludóttir forstöðu-
maður stendur fyrir bænastund og
kynnir á aðventuhátíðinni er Þórdís
Malmquist.
Hátíðin hefst klukkan 16.00 í
Boðunarkirkjunni að Álfaskeiði.
Allir eru hjartanlega velkomnir og
aðgangur ókeypis. n
Fyrsta aðventuhátíð Boðunarkirkjunnar
Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöng-
kona kemur fram á aðventuhátíðinni.
Guðmundur Heiðar Helgason
gefur í ár út sína fyrstu barna-
bók. Söguna skrifaði hann
fyrir tuttugu árum og vann
fyrir hana verðlaun í smá-
sagnakeppni í Smáraskóla þar
sem hann var í grunnskóla.
Bókin heitir Herra Skruddi og
týnda galdradótið.
lovisa@frettabladid.is
„Sagan lá í geymslu ásamt gömlu
skóladóti í rúm 20 ár, þar til hún
skaut aftur upp kollinum fyrr á
þessu ári. Við Tinna, konan mín,
erum dugleg að lesa fyrir dóttur
okkar og ég hugsaði hvað væri
gaman að sjá söguna um Herra
Skrudda skreytta eins og tíu ára
Gummi hafði ímyndað sér. Afi minn
heitinn, Guðjón Sveinsson, gaf út
fjölda barnabóka yfir ævina sína
og mig langaði alltaf til þess að feta
í hans fótspor,“ segir Guðmundur,
sem ákvað að bera söguna undir
útgefanda sem hreifst af sögunni.
„Þá var ekki aftur snúið.“
Guðmundur segir að þegar hann
hóf að koma sögunni í bókarform
hafi hann þurft að breyta ýmsu í
textanum sem var barnalegt en að
það hafi verið sumt sem hann vildi
halda.
„Þetta er tímalaust ævintýri en
svo eru lítil móment í sögunni sem
eru svo hversdagsleg. Herra Skruddi
þarf á einum stað að senda son sinn
til barnapíu og hringir í ömmu sína
og það er svo fyndið að ég hafi verið
að hugsa um þetta sem tíu ára barn.
Það er eitthvað sem ég hélt í bókinni
úr sögunni,“ segir Guðmundur.
Gat ekki hugsað sér neinn annan
Myndskreytingarnar í bókinni eru
eftir myndlistarmanninn David
Sopp, en hann og Guðmundur unnu
saman að herferð fyrir Strætó þegar
Guðmundur vann þar sem upp-
lýsingafulltrúi. David Sopp er vel
þekktur fyrir bók sína „Safe baby
handling tips“ þar sem foreldrum
eru gefin misgóð ráð um það hvern-
ig eigi að hugsa um börn.
„Guðmundur sendi mér póst og
sagði mér frá bókinni og spurði
hvort við ættum að gera
eitthvað með hana.
Ég elskaði að hann
hugsaði til mín og
var ekki lengi að
samþykkja það,“
segir David og að
hann hafi alltaf
verið ánægður
með samstar f
þeirra tveggja og
að það hafi verið mjög auðvelt að
segja já.
Hann segir að strax hafi hann
ákveðið að myndirnar ættu að vera
þannig að fólk upplifði annan tíma
og ævintýralegan stað.
„Þetta er ástríðuverkefni og það
verður auðvitað enginn ríkur af
þessu,“ segir Guðmundur, og að
hann hafi glaðst svo við að fá já
frá David, því hann hafi aldrei séð
neinn annan fyrir sér í verkefnið.
„Bókin væri ekki eins án hans.
Hún lítur æðislega út,“ segir hann.
Hafa aldrei hist
Þrátt fyrir að hafa unnið saman að
öllum þessum verkefnum hafa þeir
David og Guðmundur aldrei hist í
persónu, en David stefnir á heim-
sókn á næsta ári.
„Ég ætlaði að koma 2020 en svo
var Covid og svo bara hefur það
ekki gengið upp. En ég mun komast
til Íslands á endanum,“ segir David
og hlær.
Spurðir fyrir hverja bókin
er segir Guðmundur að
börn á öllum aldri
ættu að geta notið
hennar en að lík-
lega hafi börn
frá f imm til
tíu ára mest
g a m a n a f
henni.
„Ég sý ndi
syni mínum
hana og hann
elsk aði ha na .
Hann er 22 ára,“
segir David og þeir
hlæja báðir. n
Gefur út barnabók sem
hann skrifaði tíu ára
Guðmundur Heiðar Helgason fékk verðlaun fyrir söguna fyrir 24 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
David Sopp teiknaði
myndirnar.
MYND/AÐSEND
MENNING FRÉTTABLAÐIÐ 10. desember 2022 LAUGARDAGUR