Stétt með stétt - 01.05.1939, Síða 16
Málfundafélagið »Óðinn«,
félag Sjálfstæðisverkamanna
i.
Hverjar voru hinar raunverulegu or-
sakir þess, að Málfundafélagið Óðinn
var stofnað ? Þannig munu margir
spyrja, sem láta sér annt um stefnu
Sjálfstæðisflokksins í þjóðmálum okk-
ar Islendinga, en standa að öðru leyti
utan við stéttarsamtök verkamanna. En
til þess að svara spurningu sem þessari,
svo að fullnægjandi sé, yrði óhjákvæmi-
legt að rekja sögu verkalýðshreyfing-
arinnar frá því að hún hófst hér á landi
og fram á þennan dag. Ætla ég mér
ekki þá ofraun að segja þá sögu í stuttri
grein, en læt nægja að taka fram
eftirfarandi:
Hið upprunalega takmark með stofn-
un hinna mörgu og margvíslegu verka-
lýðsfélaga hér á landi var að sameina
alla verkamenn til varnar hagsmunum
þeirra innan þjóðfélagsins, meðal ann-
ars með því að berjast fyrir sanngjörn-
um og viðunanlegum vinnulaunum og
bættum atvinnuskilyrðum. Grundvall-
aratriði verkalýðssamtakanna áttu því
ekkert skylt við stjórnmálalega flokka-
drætti né pólitíska valdastreitu ein-
stakra manna. Verkamenn hafa, eins
og raunar allar aðrar stéttir í landinu,
skipzt mjög í flokka um hinar ýmsu
þjóðmálastefnur landsins. I þeim efn-
um gat því ekki um nein samtök eða
einn vilja verið að ræða; öll stjórnmála-
barátta innan vébanda verkalýðsins
hlaut því að leiða til þess eins, að tvístra
verkalýðnum í hagsmunabaráttu hans.
Nú er það hins vegar kunnugra en frá
þurfi að segja, að á síðari árum hafa
Sigurður Halldórsson.
risið hér upp ýmsir stjórnmálaflokkar,
sem bundið hafa tilveru sína við hags-
muni einstakra stétta þjóðfélagsins.
Meðal annars hafa undanfarin níu ár
verið hér starfandi tveir stjórnmála-
flokkar, sem telja sig eingöngu starfa
með hagsmuni verkamanna fyrir aug-
um. Þetta hefir leitt til þess, að margir
af leiðandi mönnum þessara flokka hafa
náð því að tryggja sér fótfestu innan
verkalýðssamtakanna, þó að þeir að
öðru leyti stæðu á öndverðum meið við
verkamenn í hagsmunabaráttunni.
Á mjög skömmum tíma hafa hinir
svokölluðu stéttarflokkar náð að sá ill-
gresi haturs og öfundar ekki aðeins
milli sveitafólksins annars vegar og
kaupstaðarbúa hins vegar, heldur einn-
ig milli einstaklinganna í stéttarfélög-
unum, sem hljóta þó að hafa sömu hags-
2