Stétt með stétt

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Stétt með stétt - 01.05.1939, Qupperneq 17

Stétt með stétt - 01.05.1939, Qupperneq 17
muna að gæta. Hinni nauðsynlegu ein- ingu verkalýðssamtakanna hefir þann- ig verið fórnað á altari flokkshagsmuna og pólitískrar valdastreitu einstakra manna. Þeir menn, sem þannig hafa farið að ráði sínu, hafa árum saman reynt að telja verkamönnum trú um það, að Sjálfstæðisflokkurinn væri verkalýðsfjandsamlegur auðvaldsflokk- ur, vegna þess að hann hefir haldið því fram, að allar stéttir í þjóðfélaginu ættu að vinna í bróðurlegri einingu að hin- um sameiginlegu vandamálum íslenzku þjóðarinnar. Af sömu ástæðum hafa sjálfstæðisverkamenn verið hundeltir innan sinna eigin vébanda af hinum hálaunuðu erindrekum erlendra öfga- flokka. Verkalýðssamtökin voru sá vett- vangur, sem þessir menn höfðu valið sér til þess að tryggja sér valdatöku sína á Islandi. Fyrir þessi þjóðfélags- legu mein varð að ná áður en í óefni var komið. Af þessum ástæðum vaknaði sú spurn- ing hjá mér, eftir að ég rataði af þeim villigötum, sem ég hafði lengi verið á, hvort ekki mundi gerlegt að sameina þá verkamenn, sem fylgdu stefnu Sjálf- stæðisflokksins í þjóðmálum og treyst- ust til þess að taka upp ótrauða baráttu gegn þeim utanaðkomandi skaðræðis- öflum, sem því miður allt of lengi höfðu fengið að leika lausbeizluð innan sam- taka hins vinnulúna verkamanns. Ég ákvað því að reyna, hvort ekki væru möguleikar fyrir hendi að stofna fé- lag með þeim sjálfstæðisverkamönnum, sem ég gat náð til. Átti ég síðan tal um þessa fyrirætlun mína við ýmsa ágæta Sjálfstæðismenn úr hópi verkamanna, sem góðfúslega buðust til þess, að leggja fram krafta sína til styrktar þessu máli. Þann 24. marz s.l. ár var svo fundur haldinn í Varðarhúsinu með liðlega tuttugu verkamönnum, til þess að ræða um endanlega stofnun félagsins. Eftir að farið höfðu fram nokkrar umræður um málið, var samþykkt að kjósa þriggja manna undirbúningsnefnd, er semja skyldi tillögur um lög félagsins og því næst boða til stofnfundar þess. í nefnd þessa voru kosnir: Sigurður Halldórsson, form., Magnús Ólafsson og Sigurður Guðbrandsson. — Nefndin lauk störfum á mjög skömmum tíma, enda- boðaði hún til stofnfundar félags- ins að fimm dögum liðnum, eða 29. marz 1938. Á stofnfundi félagsins mættu 36 verkamenn, en í dag skiptir tala félags- manna hundruðum. Og þó vantar mik- ið á að allir þeir verkamenn og sjómenn, sem fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins, hafi látið innrita sig í Málfundafélagið Óðinn. En vonandi láta þeir sig ekki vanta mikið lengur í hópinn. — Á þess- um fundi voru lög félagsins samþykkt og kosin stjórn til næsta aðalfundar, er haldinn skyldi í janúar 1939. í stjórn félagsins voru þessir menn kosnir: Sigurður Halldórsson, form., Magnús Ólafsson, varaform., Hans A. Guðmundsson, ritari, Ingvi Hannesson, gjaldkeri, og Sigurður Guðbrandsson, meðstj. En samkvæmt tilmælum Hans A. Guð- mundssonar var hann leystur frá stjórn- arstörfum eftir einn mánuð, en í hans stað kom Axel Guðmundsson og gegndi hann síðan ritarastörfum félagsins til næsta aðalfundar. II. I þessari grein gefst ekki tækifæri til þess, að lýsa starfsemi Málfundafélags- 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Stétt með stétt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1741

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.