Stétt með stétt

Árgangur
Tölublað

Stétt með stétt - 01.05.1939, Blaðsíða 18

Stétt með stétt - 01.05.1939, Blaðsíða 18
íns Óðins nema að litlu leyti, enda mun það gefa nægilega hugmynd um þau miklu afköst, sem félagið hefir unnið á þessu eina ári frá stofnun þess. Síðastliðið vor fór fram allsherjar atkvæðagreiðsla í verkamannafélaginu Dagsbrún, um að svipta nokkra af fé- lagsmönnum fulltrúaréttindum á Al- þýðusambandsþingi. Krafa þessi, sem var borin fram af hálfu kommúnista, var greinileg pólitísk ofsókn af þeirra hálfu, framkomin með það eitt fyrir augum að ná meirihluta á Alþýðusam- bandsþinginu, sem halda átti þá um haustið. Þegar þessar kosningar fóru fram, voru aðeins tveir mánuðir liðnir frá stofnun Málfundafélagsins Óðins, en þrátt fyrir það tók þó félagið ákveðna afstöðu til málsins, þannig að félagar þess greiddu atkvæði gegn tillögum kommúnista. Fór kosning þannig, að kommúnistar, ásamt Alþýðuflokksbroti Héðins Valdimarssonar, biðu lægri hlut, með litlum atkvæðamun. Þessi útkoma varð til þess, að við- horf manna til Málfundafélagsins Óð- ins gerbreyttist í einni svipan. Þessu nýstofnaða félagi sjálfstæðisverka- manna hafði með kosningum þessum gefizt tækifæri til þess, að sannfæra all- an landslýð um þá ómótmælanlegu stað- reynd, að sjálfstæðismennirnir í Dags- brún gátu ráðið úrslitum kosninga í fjölmennasta verkalýðsfélagi landsins. Næsta allsherjar atkvæðagreiðsla inn- an Dagsbrúnar var nokkurs annars eðl- is en þær manngreiningartillögur, sem þegar hefir verið lýst. Það var að að- skilja hin faglegu mál frá hinum póli- tísku, og gengu tillögur kommúnista í þeim efnum að öllu leyti inn á stefnu Sjálfstæðisflokksins í verkalýðs- málum, nema hvað lýðræðishugsjón þeirra var að vonum nokkuð takmörk- uð. En þrátt fyrir það voru þó þessar tillögur þeirra um óháð fagsamband óneitanlega spor í rétta átt, ef treysta mátti á heilindi þeirra í því máli. Við sjálfstæðismenn áttum því samleið með kommúnistum að þessu sinni, enda úrðu úrslit kosninganna þau, að tillögurnar um óháð fagsamband voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta. Var það ný staðreynd fyrir styrkleika Málfunda- félagsins Óðins innan Dagsbrúnar. Þó að báðar þær kosningar, sem hér hefir lauslega verið minnzt á, hafi hvor um sig þýtt mikla viðurkenningu fyrir Málfundafélagið Óðinn, þá er þó enn ótalinn sá sigurinn, sem varð þess vald- andi, að taka af öll tvímæli um vald „Óðins“ innan Dagsbrúnar, en það voru úrslit stjórnarkosninganna í Dags- brún s.l. janúar. Skipting atkvæða í þeim kosningum vottaði ekki einungis það, að við ættum atkvæðamagn til þess að ráða úrslitum í Dagsbrún, heldur sönnuðu þær tölur* okkur þá skemmti- legu staðreynd, að Sjálfstæðisflokkur- inn einn átti mun fleiri fylgjendur inn- an verkamannafélagsins Dagsbrúnar en Framsóknar- og Alþýðuflokkurinn sam- anlagt, og er það næsta ótrúleg útkoma, þegar allar aðstæður eru athugaðar. — Þess beú líka að gæta, að margir þeirra verkamanna, sem greiða Sjálfstæðis- flokknum atkvæði til bæjarstjórnar og Alþingis, eru enn ekki farnir að átta sig á því að ljá honum fylgi sitt í bein- um verkalýðsmálum. Auk þessa er það nú kunnugt, að margir af fylgjendum Sjálfstæðisflokksins töldu með öllu von- laust að kjósa frambjóðendur hans við þessar kosningar, og köstuðu því at- kvæðum sínum á annanhvorn hinna 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Stétt með stétt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1741

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.05.1939)
https://timarit.is/issue/427008

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.05.1939)

Aðgerðir: