Stétt með stétt - 01.05.1939, Page 22
kaup. Óðinn lítur svo á, að betri sé
samúð og samvinna milli verkamanna
og atvinnuveitenda, heldur en sundrung
og illvilji. Óðinn lítur svo á, að verka-
menn og atvinnurekendur séu samstarfs-
menn með fullkominni verkaskiptingu í
framleiðslunni. Ef öðrumaðilanum vegni
vel, þá eigi hinum líka að vegna vel. Og
ef miður gangi hjá öðrum, þá eigi hinn
að hjálpa til eftir getu.
3. Húsnæðismál: Óðinn vonast til
þess, að horfið verði að byggingu
smárra, heppilegra húsa fyrir verka-
menn, sem þeir geti eignazt sjálfir. Hús-
in verða að vera sæmileg en ódýr, og
góð lánskjör, líkt og var með hugmynd-
inni um byggingarfélag Sjálfstæðis-
verkamanna. Verkamannabústaðir þeir,
sem reistir hafa verið, hafa reynzt of
dýrir í stofnkostnaði og allt of dýrir í
rekstri, svo verkamenn geta ekki notið
þeirra. Verkamenn eru mótfallnir póli-
tískum leigukassabyggingum í fjárrétt-
arstíl. Þeir vilja vera frjálsir í sínu eig-
in húsi, þó lítið sé.
4. 'Verzlunarmál. Óðinn vill alger-
lega frjálsa verzlun. Hann vill samvinnu
við smákaupmenn, ef þeir sýna sann-
girni í viðskiptum. Óðinn er andvígur
sérréttindum kaupfélaganna. Og þeim
kaupfélögum, sem eru í höndum kom-
múnista, vill hann berjast á móti, og eng-
in skipti við þau hafa.
5. Útgerð: Óðinn hefir hug á því,
að gera tilraun til stofnunar útgerðar
með stórum Dieselvélaskipum. Hefir
verið rætt um það, að stofnað væri
hlutafélag með þátttöku Óðins, félags-
manna hans og annara Sjálfstæðis-
manna. Hefir komið fram sú hugmynd,
að ágóði sá, er kynni að verða af sam-
komum okkar 1. maí nú og hér eftir,
renni allur til slíkrar útgerðar. Óðinn
lítur svo á, að þjóðin öll verði að starfa
með óbiiandi kjarki að hverskonar fram
förum, hvernig svo sem útlitið er, og að
nú sé tími til að sækja djarft fram. Bar-
lómur og kyrrstaða er algerlega and-
stæð Óðinsmönnum.
6. Garðrækt. Óðinn hefir mikinn
hug á að efla garðrækt, sem hann lítur
á bæði sem hagsmunamál og heilbrigð-
ismál. En Óðinn bendir á, að heppileg
garðlönd vantar, þó þau séu næg í bæj-
arlandinu. Og garðlöndin eru allt of hátt
leigð. Það er beinn hagur fyrir bæjar-
félagið, að reykvískir verkamenn fram-
leiði sem mest af grænmeti, því ekki
þarf að láta peninga út úr bænum fyrir
það, sem þeir framleiða.
7. Óðirrn hefir mikinn hug á að gefa
út blað til að túlka áhugamál sín. Hann
sér líka nauðsyn þess, að berjast gegn
undirróðri kommúnista og öllu þeirra
eyðileggingarstarfi. Verkamönnum er
nauðsynlegt að eiga sitt eigið blað, til
að geta leiðrétt hverskonar misskilning,
sem fram getur komið.
8. Menntun: Verkamenn æskja
menntunar, sem þeir flestir hafa farið
á mis við. Þeim er ljóst, að menntun er
máttur, og því meiri menntun sem þeir
geta öðlazt, þess færari eru þeir til að
inna af hendi hlutverk sitt í þjóðfélag-
inu, sér og þjóðinni til blessunar. Óð-
insmenn hafa hug á, að fá góða fræði-
menn til að halda fyrirlestra fyrir sig
og aðra verkamenn, og eins aðra þá
fræðslu, sem ekki kostar mikið fé eða
tíma. En Óðinn er andstæður þeirri
sníkjumenning, sem fyrir áhrif komm-
únista hefir fest hér ískyggilegar ræt-
ur, þá menning, sem elur upp í ungling-
unum fyrirlitning á vinnu.
9. ÞegnskylcLuvinna og unglingarnir:
Óðinn lítur svo á, að hér, í hinu nær ó-
8