Stétt með stétt - 01.05.1939, Page 28

Stétt með stétt - 01.05.1939, Page 28
Endurminningar um Við lifnum enn við, gömlu skútukarlarn- ir, er við minnumst lokadagsins, ll.maí, þessa árlega hátíðis- dags okkar gömlu sjómannanna. Vertíðin hafði ef til vill gengið vel og við fiskað mikið. En stundum var það líka barátta upp á líf og dauða við fjall- háar öldur á dimmum óveðursnóttum, á litlum, ófullkomnum skipum. Þar varð að hafa snör handtök og óbilandi kjark, ef vel átti að fara. Gömlu skútusjó- mennirnir voru traustir og æðrulausir, og ágætir félagar. Og alltaf minnist ég með gleði minnar tuttugu ára samveru með þeim, þó stundum væri æfin erfið og litlar tekjur. Á lokadaginn kepptumst við um að skipa upp fiskinum, hann var þá flutt- ur á stórum bátum í land, því að engir voru þá hafnargarðarnir að liggja við. Er í land var komið, lifnaði fyrst að marki yfir okkur sjómönnunum. Okkur fannst við hafa unnið til skemmtunar og.hana vildum við hafa. Við þurftum við marga að tala og margs að spyrja, hvað þessi eða hin skútan hafði fiskað og hver væri hæstur í fiskidrætti. Dráttarrígur var mikill, sem eðlilegt var, því að handfærafiskveiðar voru þá næstum eini atvinnuvegur Reykvíkinga. En íslenzkir sjómenn hafa alltaf verið fullir af metnaði, og ekki kunnað við að þoka fyrir neinum. Samkomustaður okkar sjómannanna lokadaginn var þá helzt í gamla Hattamakarahús- inu í Grjótaþorpinu. Þar drukkum við kaffi, og sumir supu á flöskunni. Varð þá stundum nokkuð hávaðasamt, ef gera þurfti upp gamlar misklíðir, og stundum notaðir hnefarnir til að sann- færa náungann. En allt endaði þetta 1 bróðerni og voru beztu sáttafundir. Lögreglan sást þá sjaldan, enda fannst mönnum ekki tilhlýða að láta hana fara að reka nefið í málefni, sem henni kæmi ekki við. Sjómönnunum fannst það nefnilega sín einkamálefni að fljúgast á í bróðerni, þó að stundum fylgdu því blóðnasir eða glóðarauga. Nú eru skúturnar horfnar, sem áður prýddu höfnina í Reykjavík tugum sam- an á lokadaginn. Færeyingar fiska nú á þeim sumum hér við hafnarmynnið, en íslenzkir sjómenn ganga atvinnu- lausir í landi. Við gömlu skútukarlarnir erum komnir í land og höldum áfram baráttunni fyrir lífinu, við gleðisnauð- ari kjör en áður. Nú er lokadagurinn horfinn og gleymdur, og hátíðisdagur okkar verka- manna er 1. maí. Ég hefi lítið tekið þátt í honum undanfarin ár. Mér er lítið gef- ið um kröfugöngur og kröfuspjöld, og ég hefi aldrei getað fest trúnað á lof- orð verkalýðsforingjanna um gull og græna skóga. Ég hefi ekki kunnað við illmæli þeirra um atvinnurekendur, — húsbændur mínir hafa verið mér góðir og réttlátir, og hafi mér fundizt eitt- hvað að, þá hefi ég viljað segja til þess sjálfur. Það hefir mér alltaf reynzt happadrýgst. Ég hefi ekki kunnað við þá aðferð foringjanna, að heimta allt

x

Stétt með stétt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1741

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.