Stétt með stétt - 01.05.1939, Page 30
barnanna, sem alast upp á mölinni og
aldrei hafa tækifæri til að kynnast þeim
leyndardómum, sem dvöl í íslenzkri
sveit að vor- eða sumarlagi opnar mann-
legri sál, — og aldrei fá að teyga hið
tæra loft hinna íslenzku dala. — Þessi
börn fara á mis við hin djúptæku áhrif,
sem mörgum manninum hafa verið ar-
ineldur til æfiloka.
I Sjálfstæðisflokknum eru hinir fá-
tækustu borgarar þjóðfélagsins, ekki
síður en hinir ríku. Þeirra börn eiga
rétt til þess, ekki síður en önnur, að
þeim sé opnaðar leiðir að þeim lind-
um, sem hverjum manni eru dýrmæt-
astar, hvort sem um andlegan eða lík-
amlegan þroska er að ræða.
Hver leið verður valin til að verja
því fé, sem inn kann að koma, fátækum
verkamönnum og fjölskyldum þeirra til
góða, fer eftir því, hve einhuga Reyk-
víkingar verða um það að leggja því
máli lið.
Ég hefi hallazt að þeirri hugmynd,
að Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyr-
ir fjársöfnun 1. maí ár hvert, í því skyni
að koma upp sumarheimilum í fegurstu
sveitum landsins fyrir börn verka-
manna. Slík heimili eru nokkur til nú
þegar. En þau fullnægja hvergi þörf-
inni, og henni verður kannske aldrei
fullnægt. En því fleiri sem þau verða,
því færri mannsefni kunna að fara for-
görðum. Og okkar litla og fátæka þjóð-
félag hefir ekki efni á því, að nokkurt
þeirra fari það.
Hver veit, hversu mörg mannsefni
drukkna nú innan hins þrönga sjón-
deildarhrings götunnar. Hver veit, hve-
nær þar er að finna lítinn dreng eða
litla stúlku, sem eiga fólginn í sér hæfi-
leikann til að fletta blaði í sögu þjóðar-
innar, ef sjóndeildarhringur þeirra yrði
víkkaður, áður en þessi hæfileiki hefir
orðið götunni að bráð.
Sjálfstæðismenn og konur! Hugsið til
þessara barna, og einkum nú í dag.
Leggið fram ykkar skerf til þess, að
hægt verði að gefa sem flestum þeirra
tækifæri — á einhvern hátt — til að
komast burtu af götunni — út í sól-
skinið.
Andrés G. Þormar.
16