Stétt með stétt - 01.05.1939, Síða 44
Það var skömmu eftir lokun íslands-
banka árið 1930. Kunnur útgerðarmað-
ur var þá á ferðalagi landa á milli á-
samt þeim manni, sem þá var voldug-
astur á landi hér og gengið hafði bezt
fram í því, að fá bankanum lokað. Þeir
áttu tal um þessa ráðstöfun og kom ekki
saman. Að endingu segir útgerðarmað-
urinn: „Lokaðu Islandsbanka og lokaðu
Landsbankanum. Það gerir ekkert til.
Meðan Selvogsbankinn er opinn er öllu
borgið“.
Hugsunin, sem kemur fram í þessu
smellna tilsvari, er þess verð að henni
sé gaumur gefinn. Þegar til stykkisins
kemur, þá er það Selvogsbanki, þ. e. a. s.
framleiðsla þjóðarinnar, en ekki láns-
stofnanirnar, sem á veltur um afkom-
una. Framleiðslan til lands og sjávar
skapar það fjármagn, sem síðan renn-
ur aftur til atvinnuveganna gegnum
bankana.
En nú kemur það fyrir að Selvogs-
banki lokar líka. Svo er nú. Um þessar
mundir eru togarar að leita að fiski um
allan sjó, án þess að verða varir. Svona
hefir það löngum verið á okkar landi.
Árferði er stopult og aflabrögðin taka
snöggum umskiptum. Islenzkir atvinnu-
rekendur geta í einni svipan staðið uppi
tómhentir, ef saman fer heybrestur í
sveitum og aflabrestur við sjóinn. Þús-
und ára ábúð á þessu landi hefir kennt
okkur, að þótt við eignumst í bili feitar
kýr, þá er þess sjaldan langt að bíða, að
mögru kýrnar komi og hámi hinar í
sig.
Þessi stopulleiki atvinnuveganna er
að sumu leyti okkar mesta mein. En
fátt er svo illt að einugi dugi. Þau sam-
eiginlegu skipbrot, sem við höfum liðið
á umliðnum öldum, vegna dutlunga
náttúrunnar, hafa sorfið ýmsa þá agn-
úa af íslenzku þjóðinni, sem annarsstað-
ar meðal þjóða, sem að mörgu eru bet-
ur settar, eru hvað örðugastir viðfangs.
Hér hefir ekki safnazt ættarauður, sem
gengið hafi í arf mann fram af manni.
Hér hefir ekki skapazt nein varanleg
yfirstétt, sem hrifsað hafi undir sig arf-
geng forréttindi í þjóðfélaginu. Stjórn-
endur Selvogsbanka hafa jafnan verið
mishittir eins og aðrir „bankastjórar í
afgreiðslutíma“. Lánstraustið í þeirri
stofnun hefir verið fallvalt, ekki síður
en annarsstaðar.
En af þessu hefir leitt eitthvert við-
feldnasta einkennið í okkar þjóðarfari:
Hér er minni mannamunur, en meðal
allra annara þjóða, sem við þekkjum.
Af þessu leiðir svo aftur, að við höfum
minna en aðrir að segja af arfgengum
og ættfestum hleypidómum stétta á
milli.
Við þetta bætist svo það, að við þekkj-
um meira en títt er um almenning ann-
ara þjóða til ættar okkar og uppruna.
Menn, sem búa við hin ólíkustu kjör,
reka ættir sínar til sama mannsins.
Þess vegna láta menn sér yfirleitt fátt
um finnast, ef „státað er af langöfun-
um“.
Og loks veldur mannfæðin því, að við
vitum meira um hag og háttu hvers ann-
ars, en títt er annarsstaðar. Við höfum
skilyrði umfram aðrar þjóðir til þess
26