Stétt með stétt

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Stétt með stétt - 01.05.1941, Qupperneq 5

Stétt með stétt - 01.05.1941, Qupperneq 5
ÁVARP frá formanni Sjálfstædisflokksin^. Þegar verkamenn fögnuðu fyrsta maí í fyrra, grúfði svört blika yfir afkomuhorfum þeirra. Hér í höfuðstaðnum höfðu nær all- ar stoðir brostið, Saltfiskveiðar féllu niður, byggingarvinna stöðvaðist og auðsætt var, að vel mætti svo fara, að síðasta haldreipið, hitaveitan, brysti, — sem og raun varð á. Nú hefur mikil breyting og óvænt á orðið í þessum efnum, sem fleirum hér á landi, og sannast enn, að fátt er svo m.eð öllu illtj, að einugi dugi. Ekki munu allir á eitt sáttir um það, hver fengur Islendingum sé í því fé, er styrjöldin hefur fært þeim. Telja sumir, að í þeim efnumi séu gæðin meiri í torði en á borði, og frem- ur sé um að ræða eignabreytingar innan einstakra stétta, heldur en raunverulega aukningu þjóðarauðs- ins. Má vera, að nokkuð sé hæft í því, en ennþá mun þó örðugt að skapa sér ttmi það rökstudda skoðun. Hitt er víst, að verkamenn eru meðal þeirra, sem nú bera hærri hlut frá borði en þeir áttu að venjast og jafnvel svio, að telja má líklegt, að aldrei hafi afkoma verkalýðsins ver- ið jafn góð hér á landi sem nú, allt frá því hin eiginlega verkamannastétt verður til. Verkamenn hafa eigi aðeins feng- ið sama kaupið hækkað í réttu hlut- falli við dýrtíðina. Þeir hafa líka fengið annað, sem þeim er miklu meira virði: langa og stöðuga atvinnu. f bili liggur höfuðfjandi verkamanns- ins, atvinnuleysið, í dvala. Nú þarf enginn verkamaður að ganga bónleið- ur til búðar. Nú þurfa þeir ekki að híma dögunum saman niðri á hafnar- bakkanum og falast eftir því eins og sérstakri náð, að fá nokkurra stunda vinnu. Nú segir verkamaðurinn við atvinnurekandann: Ég skal lofa þér að sitja fyrir minni vinnu, af því þú reyndist mér vel, þegar atvinnuleysið var sem mest. fslendingar eiga áreiðanlega mik- inn vanda og margvísfegan fvrir höndum. Eitt af örðugu viðfangsefn- unum- verður viðureignin við skort á vinnuafli á næstunni. Annað enn verra verður baráttan gegn atvinnu- leysinu, þegar þar að kemur. Við fs- lendingar þurfum að búa okkur und- ir þau átök, og verða allir að leggjast á eitt. Menn gera allt of mikið að því, að varpa áhyggjum sínum upp á svo- kallaða valdhafa. Þegar baráttan harðnar, er alltaf bezt að treysta á sjálfan sig. Minnist þessa, verkamenn, og þess með, að lánist ykkur að draga saman nokkra skildinga nú, meðan vinnan er stöðug og krónan verðlítil, þá mun sá sjóðu-r reynast ykkur traustari stoð en oftrú á getu. hins opinbera. Ölafur Thors.

x

Stétt með stétt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1742

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.