Stétt með stétt - 01.05.1941, Page 10

Stétt með stétt - 01.05.1941, Page 10
6 STÉTT MEÐ STÉTT manna, er hafði sjálfstæðar skoðanir á verkalýðsmálunum, sá, hversu sú stefna, sem forustuimenn verkalýðs- samtakanna og jafnframt Alþýðufl., sem látinn var sigla undir sama merki, var orðin óheilbrigð og van- sköpuð, að hún gat engan tilverurétt átt í lýðfrjálsu landi. Þar sem rétt- arskiptingin var orðin þannig að verkamenn höfðu ekki sama rétt inn- an sinna eigin samtaka, heldur þurftu að tilheyra vissum stjórnmálaflokki, til þess að fá að njóta hæfileika sinna og krafta til að vinna að eflingu stétt- arsamtaka sinna. Það hefði því virst eðlilegra að gefa þetta á vald verka- mannanna sjálfra og að þeir hefðu farið sjálfir með stjórn á sínum hags- munamálum. Þessu láni áttu verkamenn ekki að fagna. Ýmsir mátulega verzlunar- hneigðir menn komu fljótt auga á möguleika til þess að nota verka- lýðssamtökin til framdráttar valda- löngun örfárra manna, án þess þeir að neinu leyti væru að horfa eftir því þótt hagsmunir verkamanna biðú við þetta óbætanlegt tjón. Samtök verka- manna vpru því, áður en þá sjálfa varði, orðin að verzlunarvöru á sölu- torgi pólitískra spekúlanta, sem ein- göngu miðuðu starf verkalýðssamtak- anna við flokkshagsmuni leiðtoganna, Samanb. þar sem sama stjórn var fyrir Alþýðufl. og Alþýðusamband fs-' lands og sömu lög fyrir hvcirtveggja, Enda er það ljóst dæmi, að þeir einir höfðu rétt til að sitja sem fulltrúar á Alþ.sambandsþingum, sem voru yfir- lýstir Alþ.fl.menn og undir þá yfir- lýsingu urðu fulltrúar að skrifa áð- ur en þeim var leyfð þingseta. Sam- kvæmt þessum lögum fengu þeir ekki að' sitja Alþýðusambandsþing, sem ekki vildu skuldbinda sig þrátt fyrir það þó hinn sami maður væri rétt kjörinn fulltrúi frá sínu stéttarfélagi. Er hér var komið sögu gátu sjálf- stæðisverkamenn ekki lengur unað við þessa óréttmætu skerðingu á sjálf- sögðustu: félagsréttindum og þá um leið þá herfilegustu misþyrmingu á stéttarsamtökum verkamanna í heild, er leiðtogar Alþ.fl. beittu miskunnar- aust gegn sjálfstæðisverkamönnum. Enda var þá sýnilegt. að stéttasam- tökin voru ekki lengur orðin til fyrir verkamennina sjálfa, heldur voru þau eingöngu notuð sem pólitiSK markaosvara, sem átti að gera Alþ.fl. mögulegt að ná hagfelldari samning- um við Framsóknarfl. og þar með tryggja Alþ.fl. betri bólfangabrögð í fleti Framsóknar, einmitt þess flokks, sem hatramlegast hafði unnið á móti hinum vinnandi stéttum kauptún- anna, enda mættu reykvískir verka- menn vera þess minnugir, þegar for- maður Framsóknarfl. kallaði þá með- al annars Grimbyskríl o. s. frv. Þessi verzlun Alþ.fl. tókst og þeir komuso í hjónasængina hjá Framsókn og Har- aldur Guðmundsson varð atvinnu- málaeráðherra í Framsóknarstjórn- inni. Þá var það 29. marz 1938 að nckkr- ir áhugasamir sjálfstæðisverkamenn komu saman í Varo'arhúsinu í Rvík og gengu þar endanlega frá stofnun málfundafél. Óðinn og undir forustu óðins hófu svo sjálfstæðisverkamenn skipulega baráttu gegn einræðis og eyðingarstefnu Alþ.fl. í verkalýðs- málum, enda bættist öðni stöðugt

x

Stétt með stétt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1742

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.