Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 16

Stétt með stétt - 01.05.1941, Blaðsíða 16
12 STÉTT MEÐ STÉTT stæðisverkamenn og sjómenn. Stofn- un þess m,un hafa átt drjúg'an þátt í því, að svo vel. tókst með að fá lög- um Alþýðusambandsins breytt í lýð- ræðisáttina, á síðast liðnu hausti. En þær breytingar fela í sér sum helztu atriðin í stefnu Sjálfstæðisflokksins, varðandi skipulagningu verkalýðs- samtakanna, þó að þær komi að vísu ekki til framkvæmda fyrr en að einu oig hálfu ári, liðnu. Þá hefir Landssamband sjálfstæð- isverkamanna og sjómanna komið þv> til leiðar, að skipaður hefir verið á- kveðinn erindreki Sjálfstæðisflokks- ins í verkalýðsmólum. Hefir til þess starfa valizt hinn afkastamikli og bjartsýni brautryðjandi sjálfstæðis- verkamanna í Hafnarfirði, Hermann Guðmundsspn, forseti Landssam- bandsins. En það sem þó ef til vill mikil- vægast af afrekum Landssambands- ins, er að á s. 1. vetri var á vegum þess byrjað' að gefa út vikublaðið »Lýðfrelsið«, sem ætti að geta verið hin öruggasta máttarstoð fyrir sam- tökin, ef vel er á haldið og góður skilningur er fyrir hendi.. Af því sem hér hefir sagt verið, og sem þó er aðeins fátt eitt af því sem mátt hefði segja, um samtök og starfsemi sjálfstæðisverkamanna og sjómanna, ætti það að vera öllurn ljóst, að1 ástæðulaust er að vera með nokkra sérstaka bölsýni, þó að á móti kunni að blása í bili. En meðlimir málfundafélaganna verða að gera sér þáð ljóst, að afrek samtakanna eru ekki komin, undir störfum neins eins einstaklings innan þeirra, heldur sam- eiginlegum átökum og fórnfýsi allra Björn Benediktsson: Gamlar endurminningar Það er langt um liðið, síðan færa- fiskiríið var aðall athafnalífsins,, við sjávarsíðuna. 1 byrjun var færafiskirí stundað á smáskipum,, sem ekki voru nógu traust til að sækja veiðar langt út eða suður á »Bankann«, sem við gömlu sjómennirnir nefndum svo. — Eftir að »kútterarnir« kc,mu til sög- unnar þótti það sjálfsagt að stunda veiðar á vetrarvertíð á Selvogsbanka, semi var oft fiskisæll.. Það er óþarfi að taka það fram, að oft voru erfið- ar stundir í baráttunni við hamfarir Ægis. Og þurfti þá á snarræði og þreki að halda.. Það hafa margir eldri menn ritað um þetta svo nefnda skútulíf, — sem er nú hvað líður að hverf a úr sögunni með eldri mönnunum. Ég ætla nú í stuttu máli að segja frá einum fiski- túr, á einni af gömlu skútunum. Ég var þar sjálfur með, þá unglingur. JSTú eru liðin um 40 ár síðan. Það hefir verið um hálfum mánuði fyrir vertíðarlok að við héldum út úr Reykjavíkurhöfn með öll segl uppi. Við sigldum vestur flóann í hægum byr, og vorum kátir og hreyfir. — Við tók- ujn lagið að sjómannasið. Ekki man ég hvaða lög það voru, en sjálfsagt meðlima þeirra. Við verðumi að læra það, að gera kröfurnar fyrst og fremst til okkar sjálfra, og því næst til ann- ara. Og þá mun þess ekki langt að bíða, að skammt verði 'stárra högga milli. Sigurður Halldársson.

x

Stétt með stétt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1742

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.