Stétt með stétt - 01.05.1941, Síða 26

Stétt með stétt - 01.05.1941, Síða 26
22 STÉTT MEÐ STÉTT Leiðin liggur um Hafnarstræti í EDINBORG Beztu -'búsáhöldin og vefnaðarvaran. — og' svo var hún allsnakin. — Guð ef hann kæmi nú. — Hún varð minnsta kosti að vera komin í slopp. Já — hún gat strax drifið sig í morg- unslopp. — Hún fór fram úr rúminu til að ná í morgunsloppinn. — Æ guð, fæturnir, þeir voru dofnir. Pað var eins og hún væri. stungin með smá prjónum í fæturna hátt og lágt. — Guð minn góður, þessir fætur. Hún tók til að strjúka þá, beygði sig fram yfir sig og strauk lófum sínum eftir kálfunum og lærunum. — En nála- dofinn vildi ekki yfirgefa hana svona á stundinni, hann hélt áfram að fiðra hana og pirra, þrátt fyrir allar strok- urnar. — Nú heyrði hún fótatak á útitröppunum. Svo var komið við úti- dyrahurðina. — Ö guð almáttugur, hann er að koma, stundi hún um leið og hún hætti að strjúka fæturna, reásti sig upp og greip báðum hönd- um um brjóstin sem gengu upp og niður af ótta — og mæði eftir beygj- urnar og strokurnar. — Útidyrahurð- in var opnuð og einhver kom inn í forstofuna.------Ö guð — hún varð .að ná í morgunsloppinn. — Hún bað- aði út höndunum í óstjórnlegu fáti, náði í sloppinn og sveipaði honum yf- ir sig. — Pað var roði í kinnum henn- ar og í augunum gljáði annarlegur bjarmi. Allur líkami hennar var þrunginn lífi, trylltu, æstu, óstjórn- andi lífi. — En sálin var reykandi og óviss.------Hún ætlaði að setj- ast en varð of sein. Pað var bankað og hviklæst herbergishurðin hrökk upp. — Forstjórinn stóð í dyrunujn. Hann ætlaði að segja eitthvað en er hann sá ráðleysis og blygðunarsvip- inn á andþti hennar þá vissi hann

x

Stétt með stétt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stétt með stétt
https://timarit.is/publication/1742

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.