Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 4
VAKA í. árgangur . 2. ársfjórðungur
Pálmi Hanne.sHon:
Kerlingarf j öll
Sæluhús Ferðafélagsins.
Kerlingarfjöll eru eitt fegursta
og hrikalegasta fjallabákn á landi
hér. Þau rísa í þéttri fylkingu suS-
vestur frá Hofsjökli og teygja bjarta
tinda úr litverpu líparíti hátt yfir dimmleitar hœðir og örœfaöldur.
Mjög eru þau dölum skorin og djúpum hamragiljum, sem hríslast milli
hárra röðla upp undir eggjar og skörð. Norðan í fjöllin ganga Hvera-
dalir, djúp lœgð með skriðurunnum hlíðum og krókóttum giljum í botni.
Þar er slík býsn brennisteinshvera, að ekki getur annars staðar meira
á íslandi og, ef til vill, ekki á allri jörðunni. Óvíða eða livergi gangast
andstœður islenzkrar náttúru fastar að né hafa skapað furðulegra for-
virki stœltra lína og litaauðs. Hvarvetna kraumar og ymur hin bláleita
brennisteinsvella, og gufustrókar stíga upp um ótal glufur og göt í grotn-
aðri jarðskorpunni, sem skartar í öllum blœbrigðum regnbogans: gulum,
rauðum, grcenum, bleikum og bláum. En hátt í lofti Ijóma hinir Ijósu
tindar í ríkilátri ró og þögn.
Áður fyrr var fáferðugt í Kerlingafjöllum. Menn komu
þangað eftir tveggja eða þriggja daga ferð úr byggð og leit-
uðu sér tjaldstaðar með hófatak hestanna, hinn undarlega óð
liásléttunnar, hljómandi fyrir eyrum sér. Nú er öldin önnur. Bílfœr
leið liggur upp að Ásskarðsá, norðan undir fjöllunum, og nú stíga
menn út úr upphituðum bílum við hið vistlega sœluhús, sem Ferða-
félag fslands hefir reist að vegarenda. Ekki er því að leynu, að okkur,
sem annað munum, finnst slík ferðalög fremur bragðdauf og æfin-
týrasnauð. En á hitt er þó fyrst að líta, að nú gefst miklu fleira fólki
en áður kostur þess að komast á þennan stórfenglega stað og njóta
þar liinnar voldugu náttúru og heilnœma háfjallalofts. Af tindum
Kerlingarfjalla er, að líkindum, mest víðsýni á öllu fslandi, og er
sagt, að þaðan sjáist til hafs sunnan lands og norðan. En i hlíðum
fjallanna eru fannalög svo mikil, að þar mun haldast skíðafœri allt
sumarið. Það er því spá mín, að komandi kynslóðir innlendra og
erlendra œskumanna muni una þar löngum stundum við vetraríþróttir
þann tíma árs, þegar nóttin er ekki heima.
82