Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 5

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 5
/. árgangur . 2. ársfjórðungur VAKA Jrtnas .lónsson: Vökumeim í skóluimm Um nokkur undanfarin ár hefir borið á því, að útlendar öfga- stefnur gerðu vart við sig í skólum landsins. Nemendur, sem fylgt hafa þessum stefnum, hafa látið mikið á sér bera, borið merki, sem eru löghelguð af valdamönnum í öðrum löndum. Það er vitanlegt, að þessar erlendu þjóðir leggja á hverju ári fram stórfé til að efla flokksstarfsemi í öðrum löndum. Jafnvel íslendingar, minnsta frjálsa þjóðin í heiminum, verða fyrir þeim vafasama heiðri, að það þyki ómaksins vert að efla hér flokka undir stjórn erlendra á- hrifamanna. Það er vel vitað, að enginn, eða nálega enginn íslenzkurunglingur, verður aðnjótandi hinna erlendu hlunninda. Þeir, sem fá fríðindin frá útlöndum, eru veiðimennirnir sjálfir. Unglingarnir eru litlir lax. ar á önglum hinna fínu áróðurs- manna, sem tala um að byrja nýja Þúsund ára paradís hér á jörð, og sannfæra hina trúuðu fylgismenn sína um það, en eru raunar fastir starfsmenn á launum hjá erlend- um harðstjórum. Eftir áreiðan- legum heimildum er talið sannað, að einn af hinum þekktustu er- lendu áróðursmönnum hafi 30 þúsund launaða agitatora til að vinna fyrir sig í öðrum löndum. Svo undarlega hefir viljað til, að þingræðisflokkarnir íslenzku, Alþýðuflokkurinn, Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn, hafa látið lítið bera á sér í fylkingu æskunnar í landinu. Það er eins og hinir fámennu, afvega- leiddu, erlendu öfgaflokkar hafi hugsjónir sínar miklu meira á hraðbergi heldur en þær þrjár landsmálastefnur, sem raunveru- lega njóta trausts íslenzku þjóðar- innar. Þó er vitanlegt, að ef ís- land á nokkra framtíð, þá verða það unglingarnir, sem starfa í hinum þrem lýðræðisflokkum, er leysa vandamál þjóðarinnar, sem íslendingar og íslenzkir borgarar, en ekki liðsmenn öfgaflokkanna. Að Vöku standa áhugamenn úr öllum þrem lýðræðisflokkunum. 83

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.