Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 5

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 5
/. árgangur . 2. ársfjórðungur VAKA Jrtnas .lónsson: Vökumeim í skóluimm Um nokkur undanfarin ár hefir borið á því, að útlendar öfga- stefnur gerðu vart við sig í skólum landsins. Nemendur, sem fylgt hafa þessum stefnum, hafa látið mikið á sér bera, borið merki, sem eru löghelguð af valdamönnum í öðrum löndum. Það er vitanlegt, að þessar erlendu þjóðir leggja á hverju ári fram stórfé til að efla flokksstarfsemi í öðrum löndum. Jafnvel íslendingar, minnsta frjálsa þjóðin í heiminum, verða fyrir þeim vafasama heiðri, að það þyki ómaksins vert að efla hér flokka undir stjórn erlendra á- hrifamanna. Það er vel vitað, að enginn, eða nálega enginn íslenzkurunglingur, verður aðnjótandi hinna erlendu hlunninda. Þeir, sem fá fríðindin frá útlöndum, eru veiðimennirnir sjálfir. Unglingarnir eru litlir lax. ar á önglum hinna fínu áróðurs- manna, sem tala um að byrja nýja Þúsund ára paradís hér á jörð, og sannfæra hina trúuðu fylgismenn sína um það, en eru raunar fastir starfsmenn á launum hjá erlend- um harðstjórum. Eftir áreiðan- legum heimildum er talið sannað, að einn af hinum þekktustu er- lendu áróðursmönnum hafi 30 þúsund launaða agitatora til að vinna fyrir sig í öðrum löndum. Svo undarlega hefir viljað til, að þingræðisflokkarnir íslenzku, Alþýðuflokkurinn, Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn, hafa látið lítið bera á sér í fylkingu æskunnar í landinu. Það er eins og hinir fámennu, afvega- leiddu, erlendu öfgaflokkar hafi hugsjónir sínar miklu meira á hraðbergi heldur en þær þrjár landsmálastefnur, sem raunveru- lega njóta trausts íslenzku þjóðar- innar. Þó er vitanlegt, að ef ís- land á nokkra framtíð, þá verða það unglingarnir, sem starfa í hinum þrem lýðræðisflokkum, er leysa vandamál þjóðarinnar, sem íslendingar og íslenzkir borgarar, en ekki liðsmenn öfgaflokkanna. Að Vöku standa áhugamenn úr öllum þrem lýðræðisflokkunum. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.