Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 10

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 10
VAKA 1. árgangur . 2. ársfjórðungur Myndin er frá Prag. Fremst sést 505 metra löng bogabrú yfir ána Moldau, sem Karl keisari fjórði lét byggja. í baksýn er hin sögulega Háborg. Þar gerðust þeir atburðir, sem leiddu til þrjátíu ára stríðsins. Nú er Háborgin aðsetursstaður forsetans. ekki varizt ágangi Þjóðverja, sem smám saman náðu fótfestu í vest- urhéruðum landsins. Fram að þrjátíu ára stríðinu var Bæheim- ur sjálfstætt ríki og tékknesk menning drottnaði þar, en árið 1620 biðu Tékkarnir hinn mikla ósigur á Hvítafjalli. Eignir hins tékkneska aðals voru þá teknar eignarnámi og féllu þær í hendur Þjóðverjum. Frá þeim tíma hefir yfirstéttin verið þýzk og öll hærri menning Tékkanna fór í rústir, en alþýðan, bændurnir og smá- borgararnir, vernduðu hina tékk- nesku tungu og menningu á því langa og erfiða tímabili, sem Tékkarnir lutu Þjóðverjum. Frá ósigrinum á Hvítafjalli og fram á 19. öld var ekki um neina 88 þjóðernishreyfingu meðal Tékka að ræða. En á fyrri hluta 19. aldar fer þjóðin að rumskast og smá vakna til vitundar um hina sögu- legu þróun landsins og þjóðerni sitt og um réttinn til að ákveða sjálfir örlög sín. í febrúarbylt- ingunni 1848 neyddist keisarinn til að lofa sérstakri stjórn fyrir hina þrjá landshluta, Bæheim, Mæri og austurrísku Slesíu. En þá blossaði þjóðernismótsetningin milli Þjóðverjanna og Tékkanna upp, keisarinn gat svikið öll sín loforð við Tékka og barið hreyf- inguna niður með harðri hendi. Á næstu áratugum lá ok Þjóðverja þungt á tékknesku þjóðinni, en þegar fram í sótti fóru Tékkar þó að vinna á, hvað þjóðerni og

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.