Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 11
VAKA 1. árgangur . 2. ársfjórdungur
tungu snerti. Tékkneskan breidd-
ist mjög út og bæirnir, sérstaklega
Prag, sem áður höfðu verið þýzkir
að mestu, urðu nú tékkneskir.
Mikið land komst í hendur tékk-
nesku bændanna og brátt varð
keisarinn að láta undan vissum
kröfum hinna tékknesku þjóðern-
issinna. Háskólanum í Prag var
t. d. skipt í þýzkan og tékkneskan
háskóla. Árið 1882 varð hinn mikli
foringi Tékka, Masaryk, sem hafði
líka þýðingu fyrir Tékkoslóvakíu
eins og Jón Sigurðsson fyrir ís-
land, prófessor við hinn tékkneska
háskóla.
-------- Upprunalega stóð hann
nnsnra k einn uppj j stjórnmál-
unum, en myndaði síðan sinn eig-
in flokk, er stóð í nánu sambandi
við aðrar slavneskar þjóðir, og nú
var frelsisbarátta Tékka ekki
lengur barátta um heimastjórn í
landinu, heldur fyrir algerðu full-
veldi. Áhangendur Masaryk voru
því, sem vonlegt var, skoðaðir sem
uppreisnarmenn, er væru hættu-
legir fyrir ríkisheildina.
Þegar heimsstyrjöldin brauzt
út, var flokkur Masaryk og öll fé-
lög honum áhangandi fyrirboðin
og fjölda af foringjum Tékka
varpað í fangelsi og 5000 voru
hengdir. Sjálfur komst Masaryk
til Frakklands og Englands og
settist að í London til að vinna að
því, að Tékkarnir fengju fullveldi
sitt viðurkennt af Austurríki, þeg-
ar stríðinu væri lokið, ef Banda-
mönnum tækist að vinna sigur
yfir Miðveldunum. Gekkst hann
síðan fyrir því að stofna nefnd af
Tékkum, sem bjuggu erlendis, til
að berjast fyrir fullveldi landsins,
og var dr. Eduard Benes, síðar
forseti Tékkoslovakiu, aðalaðstoð-
armaður hans. 1916 var nefndinni
breytt í tékkneskt ráð og varð Ma-
saryk forseti þess.
í stríðinu reyndust Tékkar
Austurríki mjög ótryggir. Fjöldi
tékkneskra hermanna hljóp und-
an merkjum og gekk yfir til Rússa,
og var tékkneskur her myndaður
í Rússlandi. í stríðslokin heppn-
aðist Masaryk að fá Frakkland,
England og Bandaríki Norður-
Ameríku til að viðurkenna sjálf-
stæðiskröfur Tékka og skoða þá
sem bandamenn í stríðinu. Var nú
89