Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 12

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 12
VAKA 1. árgaugur . 2. ársfjórðungur Eduard Benes á stúdentsárunum aðstaða Tékka orðin lík og að- staða Serba, þar sem allt landið var í óvinahöndum og bæði her- inn og stjórnin var utan landa- mæranna. Aðstaða þeirra var því mjög sterk, þegar Austurríki- Ungverjaland hrundi saman haustið 1918. í lok október það ár brauzt uppreisn út í Prag, tékk- nesk stjórn var mynduð og Masa- ryk kosinn forseti hins nýja ríkis. Þegar landamæri Ték- koslóvakíu voru ákveð- hin gömlu sögulegu landamæri Þýzkalands og Bæ- heims lögð tii grundvallar, bæði vegna þess að þau voru hin einu náttúrlegu frá landfræðilegu og hagrænu sjónarmiði og af því að Þjóðverjar, sem bjuggu þar, munu tæplega hafa óskað eftir því að sameinast Þýzkalandi. En að sunnan voru landamærin sett svo sunnarlega, að talsverð landræma með þýzkum íbúum var innan þeirra. Á líkan hátt var talsverð sneið af Ungverjalandi innlimuð í Tékkoslóvakíu að nauðsynja- iausu. Að norðan voru landamæri Póllands og Tékkoslóvakíu að miklu leyti náttúrleg og búa Pól- verjar og Tékkar þar aðeins á litlu svæði hverjir innan um aðra. Af þessu svæði hefir héraðið Tes- chen mesta þýðingu, vegna þess að þar er mikill iðnaður og námu- gröftur. Því héraði var skipt þannig, að Tékkar fengu þann hluta þess, sem var iðnaðarland, en Pólverjar fengu landbúnaðar- svæðið. Ennfremur var Karpatho- Rússland sameinað Tékkoslóva,- kíu. Hið nýja ríki hafði nú innan landamæra sinna 6,75 milljónir Tékka, 2,2 milljónir Slóvaka, 3,35 milljónir Þjóðverja, 0,75 milljónir Ungverja, 0,5 milljónir Ruthena, 0,35 milljónir Gyðinga og 0,08 milljónir Pólverja. Þegar í upphafi var tékkneskmn stjórnmálamönnum það ljóst, að framtíð ríkisins var að miklu Xýtt ríki in, voru 90

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.