Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 13

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 13
1. árgangur . 2. ársfjórðungur VAKA leyti undir því komin, að það tæk- ist að koma á góðu samkomulagi milli hinna ýmsu þjóða, sem byggðu landið. Masaryk lýsti því yfir, að umfram allt bæri að koma á heilum sáttum milli Þjóðverja og Tékka í Bæheimi. Um rétt hinna ýmsu tungumála í ríkinu voru samin mjög réttlát lög. Hvert bæjar- eða sveitarfélag mátti velja skólamál sitt, en í gagn- fræðaskólum og öllum hærri skól- um var ríkismálið, tékkneskan, skyldunámsgrein. Þjóðverjarnir voru sérstaklega vel settir í þessu efni, því að það voru lög, að hvar sem 40 eða fleiri þýzk skólabörn væru á einum stað, mætti stofna sérstakan skóla fyrir þau, og enn- fremur höfðu þeir fjölda hærri skóla og einn háskóla. En þrátt fyrir þessar ívilnanir voru Þjóð- verjar og Ungverjar óánægðir, vegna þess, að þeir voru vanir að drottna yfir hinum þjóðunum og kunnu illa jafnréttinu. Gerðu Þjóðverjar harða mótspyrnu þeg- ar í byrjun og neituðu að viður- kenna hið nýja ríki, kröfðust sjálfstjórnar fyrir þýzku héruðin og tóku ekki þátt í að semja stjórnarskrána. Slóvakarnir voru heldur ekki ánægðir með hið nýja skipulag. En brátt gerðust þó miklar breytingar í þessu efni, þar eð stéttabaráttan harðnaði mjög á næstu árum, og beindust hugir manna mjög að hinum innri vandamálum ríkisins. Var um hríð útlit fyrir, að sæmilegt samkomu- lag yrði milli Tékka og Þjóðverja innan ríkisins, en viðskiptakrepp- an mikla og valdataka Hitlers breytti öllu og nazisminn breidd- ist út bæði meðal Þjóðverja og Tékka og varð fjandskapurinn milli þeirra meiri en nokkru sinni áður. Á friðarfundinum í Versailles voru Frakkar áhrifamestir um hið nýja skipulag á meginlandi Ev- rópu. Aðaláhugamál franskra stjórnmálamanna var að mynda heilt kerfi af ríkjum umhverfis Þýzkaland, og skyldu þau ríki standa saman á móti Þjóðverjum, hvenær sem þeir gerðu tilraun til að hrófla við hinu nýja skipulagi. Fyrir stríðið höfðu Rússar verið 91

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.