Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 14
VAKA 1. árgangur . 2. ársfjórðungur
aðalbandamenn Frakka móti
Þjóðverjum, en eftir byltinguna í
Rússlandi tóku þeir þátt í stríði
á hendur Bolschevíkum, og gat þá
ekki komið til mála, að nokkurt
bandalag yrði myndað á móti
Þjóðverjum. Frakkar stefndu þess
vegna að því, að komast í öruggt
bandalag við Pólverja, Tékka, Rú-
mena og Jugoslava. Þeir gerðu
vináttusamning við Pólverja árið
1921 og gengust ennfremur fyrir
því, að hið svonefnda Litla banda-
lag var stofnað. í því voru Rú-
menía, Jugoslavía og Tékkoslóva-
kía. Tilgangur þess var bæði að
hindra allar tilraunir til að rjúfa
Versaillessamninginn og til að
vinna gegn áhrifum ítala á Bal-
kan. Frakkar gerðu ýmsar ráð-
stafanir til að styrkja þessi ríki,
því að franskir stjórnmálamenn
sáu það fyrir, að Þjóðverjar
myndu, hvenær sem tækifæri
gæfist, reyna að rífa sig undan
áhrifum Versaillessamningsins.
Af þessum löndum var Tékko-
slóvakía að ýmsu leyti lang-þýð-
ingarmest. Fyrst og fremst liggur
hún í hjarta Evrópu og myndar
þröskuld í veginn fyrir útbreiðslu
þýzkra áhrifa í Dónárlöndunum
og á Balkan, og ennfremur er þar
bæði mikill og ágætur hergagna-
iðnaður. Það virtist því vera alveg
óhugsandi, að Frakkar myndu
nokkru sinni sleppa hendinni af
Tékkoslovakíu. Fyrst eftir stríðið
var Frakkland líka voldugasta
92
ríkið á meginlandi Evrópu og
hafði alla möguleika til að vernda
þennan þýðingarmikla forvörð
gegn Þjóðverjum í suðaustrinu.
Afstaða Englands til Þýzkalands
eftir stríðið var alt önnur en af-
staða Frakklands. Enskir stjórn-
málamenn vildu alls ekki að
Frakkland yrði of voldugt á meg-
inlandinu og unnu því á móti
Frökkum á ýmsum sviðum.
Árið 1929 byrjaði hin
mikla viðskiptakreppa
Breytt
viðhorf
og gjörbreytti öllum viðhorfum,
bæði í stjórnmálum og atvinnu-
málum heimsins. Á næstu árum
á eftir breiddist byltingarhreyfing
Bolschevika mjög út og óttuðust
hinar hærri stéttir mjög þessa
hreyfingu. Brátt varð ástandið í
Þýzkalandi mjög ískyggilegt og
trúðu menn almennt, bæði
Bolschevikar og aðrir, að bylting-
in stæði þar fyrir dyrum. Og það
lá í augum uppi, að ef Þýzkaland
yrði kommúnistiskt ríki, þá myndi
byltingin sigra á öllu meginlandi
Evrópu. Eins og annars staðar or_
sakaði kreppan mikil vandræði í
atvinnulífi Frakka og bæði social-
istum og kommúnistum óx mjög
fiskur um hrygg. Hin harða
stéttabarátta orsakaði það, að rík-
ið varð veikt út á við. Margir
hægrimenn í Frakklandi fögnuðu
þess vegna mjög yfir því, þegar
Hitler náði völdum árið 1933 og
honum tókst að bæla niður verka-
lýðshreyfinguna í Þýzkalandi. Eigi