Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 15
VAKA í. árgangur . 2. ársfjórðungur
að síður var það eitt af aðalatrið-
um í stefnuskrá national social-
ista að breyta þeirri ríkjaskipun,
sem gerð var á friðarfundinum í
Versailles. í enska íhaldsflokknum
átti Hitler líka marga vini, er á-
litu að Þýzkaland undir forustu
hans mundi verða aðalþröskuld-
urinn í vegi Bolschevismans, ef
byltingarástand kæmi í Evrópu, og
hefir enska stjórnin síðan notað
hin miklu áhrif á stjórnmál
Frakka til að koma í veg fyrir,
að þeir hindruðu áform Hitlers,
sem svo alltaf gerði það, er hon-
um sýndist, hvað sem öllum samn.
ingum og skuldbindingum leið.
Þótt það tækist án nokkurrar
mótstöðu að losa Þýzkaland við
greiðslu á skaðabótum og undan
þeim ákvæðum Versaillessamn-
ingsins, sem hindraði hervæðingu
landsins, þá leit lengi vel ekki út
fyrir, að Hitler mundi heppnast
að vinna ný lönd undir ríkið. Það
land, sem stóð næst að Þýzkaland
fengi, var Austurríki, en á móti
sameiningu þess við Þýzkaland
stóð ekki einungis Frakkland og
Tékkoslóvakía heldur einnig ítal-
ía, og hafði Mussolini lýst því yfir,
að það kostaði stríð við Ítalíu, ef
Þjóðverjar reyndu að innlima
landið. En brátt styrktist aðstaða
Þýzkalands að miklum mun. Fyrst
og fremst heppnaðist Þjóðverjum
að gera vináttusamning við Pól-
verja, sem um leið rufu bandalag-
ið við Frakka, og i öðru lagi tókst
þeim að vekja sundrung innan
Litla bandalagsins. Mest styrktist
þó aðstaða Þýzkaland við styrj-
aldir ítala á Spáni og í Abbessiníu.
Þessar styrjaldir veiktu Ítalíu í
tvennum skilningi.Þeim var nauð-
synlegt að halda mikinn her í
báðum löndunum og fjármála-
vandræðin jukust um allan helm-
ing við stríðin. Ennfremur hefir
Ítalía með stríðunum bakað sér
óvild Englands, og þó sérstaklega
Frakklands, og var henni því
nauðugur einn kostur að styðja
sig við Þýzkaland. Hinn ítalski her
á Spáni reyndist líka mjög illa og
varð því útlitið mjög ískyggilegt,
þegar spánski stjórnarherinn í lok
ársins 1937 hafði unnið hinn
ágæta sigur yfir uppreisnarhern-
um við Teruel og sýnt með því
svart á hvítu, að hann stóð upp-
reisnarhernum, að minnsta kosti
jafnfætis, en allmikill hluti af
þeim her voru ítalir. Var Musso-
lini því nauðugur einn kostur að
láta það viðgangast að Þjóðverjar
innlimuðu Austurríki, þótt það
væri auðséð, að Þýzkaland yrði
eftir innlimun Austurríkis ofjarl
Ítalíu í Dónárlöndunum og á Bal-
kan. Hin harða stéttabarátta í
Frakklandi og viðhorf ensku
stjórnarinnar gerði það að verk-
um, að Frakkar horfðu upp á
þennan mikilvæga atburð án þess
að hreyfa sig og varð Tékkoslóva-
kía að gera hið sama, þótt hvert
barn gæti séð, að þetta riki mundi
93