Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 16
VAKA 7. árgangur . 2. ársfjórdungur
í :
UmhugNuiiarefiii
Vits es þörf þeim, sem víða ratar. Hávamál.
Vizka er betri en afl, en vizka fátæks manns er fyrir-
litin og orðum hans er eigi gaumur gefinn. Orð viturra
manna, sem hlustað er á í ró, eru betri en óp vald-
hafans meðal heimskingjanna. Vizka er betri en her-
vopn, en einn syndari spillir mörgu góðu.
Prédikarinn.
Vitur maður er betri en sterkur og fróður maður
betri en aflmikill. Salómon.
Það á við heimskan að hæla honum.
ísl. málsháttur.
Hjarta spekinganna er í sorgarhúsi, en hjarta
heimskingjanna í gleðihúsi. Prédikarinn.
Ósnotur (heimskur) maður hyggur sér alla vesa við-
hlæjendur vini. Hávamál.
Orð af munni viturs manns eru yndisleg, en varir
heimskingjans vinna honum tjón. Fyrstu orðin fram
úr honum eru heimska og endir ræðu hans ill flónska.
Prédikarinn.
Auðþekktur er heimskur nær hjá hyggnum situr.
ísl. málsháttur.
Sá, sem varðveitir munn sinn og tungu, hann varð-
veitir sálu sína frá nauðum. Salómon.
94