Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Qupperneq 19

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Qupperneq 19
1. árgangur . 2. ársfjórdungur V A K A í Dónánlöndunum og á Balkan, að verða að minnsta kosti annað sterkasta ríki í álfunni og geta ráðið miklu um örlög hennar. Þegar Frakkar og Englendingar sviku Tékka, var þeim vorkunn- armál þó að þeir gæfu upp alla vörn, því að stríðið var alveg von- laus nema með því móti að Rúss- ar gengju í lið með þeim. En að- staða Rússa er þannig, að það var afar erfitt vegna hinna miklu vegalengda og vegna þess, að það er tiltölulega auðvelt fyrir Þjóð- verja, Pólverja og Ungverja að umkringja mikinn hluta Tékkó- slóvakíu og króa inni allan her- inn. Þó lýstu Rússar því yfir oftar en einu sinni, að þeir mundu halda allar sínar skuldbindingar gagnvart Tékkum, en létu annars lítið til sín taka í málinu. Við sundurlimunina varðTékkó- slóvakía að láta af hendi þriðjung af íbúum ríkisins. Féll mestur hluti þeirra í hlut Þjóðverja. Ung- verjar fengu stóra sneið sunnan af landinu og Pólverjar fengu héraðið Teschen. Eftir sundurlimunina er sá hluti Tékkóslóvakíu, sem að nafn_ inu til er sjálfstætt ríki, í raun og veru þýzk hjálenda. Hin nýju landamæri eru þannig að erfitt eða ómögulegt er að koma nokkr- um vörnum við, og hinar sterku víggirðingar eru nú mestallar í höndum Þjóðverja. Aðalhluti landsins er líka að mestu umgirt- ur af Þýzkalandi, og geta Þjóð- verjar því stöðvað nærri því allar samgöngur þess við önnur lönd hvenær sem þeim sýnist. Enda hefir það sýnt sig síðan, að Þjóð- verjar ákveða stjórnmálastefnu tékknesku stjórnarinnar, sem bæði hefir hafið miklar Gyðinga- ofsóknir og bannað Kommúnista- flokkinn. Eitt af því furðulegasta í sam- bandi við þessa atburði er afstaða Póllands til deilunnar. Gróði Pól- verja á skiptingu Tékkóslóvakíu var sára lítill, en það hlaut hverj- um pólskum stjórnmálamanni að vera ljóst, að við eyðileggingu tékkneska ríkisins styrkist aðstaða Þjóðverja gagnvart Póllandi gif- urlega, og mundi þess þá ekki langt að bíða, að Pólverjar sjálfir fengju að kenna á Þjóðverjum, enda er það þegar komið á dag- inn. Um Ungverja var nokkuð öðru máli að gegna, því að þeir höfðu svo að segja allt að vinna og engu að tapa. Barátta Þýzkalands fyrir auknum völdum Takmark K>j<Sðver|a og áhrifum í Evrópu er fyrst og fremst háð í þeim tilgangi að ná valdi yfir svo miklum hráefna- lindum, að það geti háð langvar- andi styrjöld. En til þess þarf gnægð af ýmiskonar málmum, skilyrði fyrir nægilegri matvæla- framleiðslu og nóga olíu. Með því að ná völdunum í Tékkóslóvakíu og Austurríki hafa Þjóðverjar 97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.