Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 19
1. árgangur . 2. ársfjórdungur V A K A
í Dónánlöndunum og á Balkan, að
verða að minnsta kosti annað
sterkasta ríki í álfunni og geta
ráðið miklu um örlög hennar.
Þegar Frakkar og Englendingar
sviku Tékka, var þeim vorkunn-
armál þó að þeir gæfu upp alla
vörn, því að stríðið var alveg von-
laus nema með því móti að Rúss-
ar gengju í lið með þeim. En að-
staða Rússa er þannig, að það var
afar erfitt vegna hinna miklu
vegalengda og vegna þess, að það
er tiltölulega auðvelt fyrir Þjóð-
verja, Pólverja og Ungverja að
umkringja mikinn hluta Tékkó-
slóvakíu og króa inni allan her-
inn. Þó lýstu Rússar því yfir oftar
en einu sinni, að þeir mundu
halda allar sínar skuldbindingar
gagnvart Tékkum, en létu annars
lítið til sín taka í málinu.
Við sundurlimunina varðTékkó-
slóvakía að láta af hendi þriðjung
af íbúum ríkisins. Féll mestur
hluti þeirra í hlut Þjóðverja. Ung-
verjar fengu stóra sneið sunnan
af landinu og Pólverjar fengu
héraðið Teschen.
Eftir sundurlimunina er sá
hluti Tékkóslóvakíu, sem að nafn_
inu til er sjálfstætt ríki, í raun
og veru þýzk hjálenda. Hin nýju
landamæri eru þannig að erfitt
eða ómögulegt er að koma nokkr-
um vörnum við, og hinar sterku
víggirðingar eru nú mestallar í
höndum Þjóðverja. Aðalhluti
landsins er líka að mestu umgirt-
ur af Þýzkalandi, og geta Þjóð-
verjar því stöðvað nærri því allar
samgöngur þess við önnur lönd
hvenær sem þeim sýnist. Enda
hefir það sýnt sig síðan, að Þjóð-
verjar ákveða stjórnmálastefnu
tékknesku stjórnarinnar, sem
bæði hefir hafið miklar Gyðinga-
ofsóknir og bannað Kommúnista-
flokkinn.
Eitt af því furðulegasta í sam-
bandi við þessa atburði er afstaða
Póllands til deilunnar. Gróði Pól-
verja á skiptingu Tékkóslóvakíu
var sára lítill, en það hlaut hverj-
um pólskum stjórnmálamanni að
vera ljóst, að við eyðileggingu
tékkneska ríkisins styrkist aðstaða
Þjóðverja gagnvart Póllandi gif-
urlega, og mundi þess þá ekki
langt að bíða, að Pólverjar sjálfir
fengju að kenna á Þjóðverjum,
enda er það þegar komið á dag-
inn. Um Ungverja var nokkuð
öðru máli að gegna, því að þeir
höfðu svo að segja allt að vinna
og engu að tapa.
Barátta Þýzkalands
fyrir auknum völdum
Takmark
K>j<Sðver|a
og áhrifum í Evrópu er fyrst og
fremst háð í þeim tilgangi að ná
valdi yfir svo miklum hráefna-
lindum, að það geti háð langvar-
andi styrjöld. En til þess þarf
gnægð af ýmiskonar málmum,
skilyrði fyrir nægilegri matvæla-
framleiðslu og nóga olíu. Með því
að ná völdunum í Tékkóslóvakíu
og Austurríki hafa Þjóðverjar
97