Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 23

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 23
að framan. Hún er ekki háð við erlend herveldi eða andspænis eldspúandi fallbyssum. Eigi að síður krefst hún mannslífa. Á ári hverju fellur í valinn álitlegur hópur hermanna vorra. Þjóðin verður að færa óblíðum náttúru- öflum tilfinnanlegar mannfórnir. Úfinn sær og gaddbyljir vetrarins gera skjótan og sviplegan enda á æfi margra djörfustu hermann- anna. Mér finnst tuttugu ára afmæli íslenzka ríkisins gefa fullkomið tilefni til að minnast þessarar frelsisbaráttu, þeirrar óendanlega þýðingarmiklu baráttu, sem dag hvern fer fram í landinu sjálfu, úti á víðáttum dreifðra byggða, í sjóþorpum og útgerðar- bæjum við firði og víkur og á haf- inu umhverfis strendur landsins. Hermennirnr í þessu frelsisstríði er hið óbreytta fólk, sem yrkir jörðina og dregur fisk úr sjó. Bóndinn, sem heldur fé sínu á haga að vetrarlagi og aflar því heyja á sólbjörtum sumardögum. Bóndakonan, sem breytir „ull í fat og mjólk í mat“, svo að notað sé gamalkunnugt orðalag. Sjó- maðurinn, sem í skammdegis- myrkri og skini miðnætursólar sækir auð 1 greipar Ægis. Sjó- mannskonan, sem æðrast ekki, þótt hún viti mann sinn á hættu- legasta staðnum í sókn og vörn þjóðarinnar, heldur elur upp „Þaö er rakað og slegið á öllum engjum, það er ómur af gleði í loftsins strengjum." mannvænlega syni til sama hlut- skiptis. í fáum orðum sagt: Her- mennirnir í hinu eiginlega frelsis- stríði þjóðarinnar er fólkið, sem vinnur hin frumstæðustu störf þjóðfélagsins. Fólkið, sem gerir frjómagn moldarinnar sér undir- gefið og hættir lífi sínu til þess að þjóðin öll geti notið góðs af auð- æfum hafsins. Eða eins og skáldið orðar það: Sú „hölda kind“, sem „vinnur hörðum höndum ár og eindaga, siglir sœrokin, sólbitin slœr, stjörnuskinin stritar". Tvítugsafmæli fullveldisins gef- ur okkur sérstakt tilefni til að minnast þessa fólks. — Sjálfstæð- ið verður ekki verndað með orðum einum, þar verða athafnir að fylgja. Störf fólksins, sem að framleiðslunni vinnur, tryggir öll- um öðrum störfum fremur frelsi og sjálfstæði íslendinga. 101

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.