Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 24

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 24
Aflatregða á þorskveiðum og hrun salt- fiskmarkaðarins hefir fremur en nokkuð annað opnað augu þjóðarinnar fyrir nytsemi síldarinnar. Það er vissulega ekki án tilefn- is, þegar framleiðslustörfin eru kölluð frelsisbarátta og þeir, er þau vinna, frelsishetjur. Engin þjóð getur átt sér tilveru án fram- leiðslu í hinni eiginlegu og upp- haflegu merkingu orðsins, ekkert þjóðfélag getur orðið til án henn- ar. Ef einhver þjóð vanrækir þessi störf, ef hún vanmetur þau og lætur viðgangast, að fólkið hverfi frá þeim í stórum hópum, hlýtur það að verða ofraun efnahagslegu sjálfstæði hennar. Og þá þarf ekki að spyrja, hvernig fari um stjórn- arfarslegt og menningarlegt sjálf- stæði sömu þjóðar. Hvoru tveggja hlýtur hún að glata. En það skal tekið fram, að með framanrituðu er ekki átt við, að engin önnur störf í þjóðfélaginu 102 en framleiðslustörf eigi rétt á sér eða séu nauðsynleg, enda fer fjarri að svo sé. í siðmenntuðu nútímaþjóðfélagi þarf að inna af hendi mörg önnur störf en þau, sem kallast geta bein framleiðsu- störf. Þeir, sem stunda verzlunar. störf eða annast bókhald fyrir at- vinnufyrirtæki, vinna nauðsynleg störf, sem framleiðslan getur ekki fremur verið án en þau hin sömu störf geta verið án framleiðslunn- ar. Þá er og fjöldi starfa unnin belnt í þágu menningarinnar. Bókaverðir, skáld og listamenn /inna störf, sem siðað nútíma- þjóðfélag getur ekki, og vill ekki vera án. Önnur störf eru unnin bæði í þágu menningar og fram- leiðslu. Það gildir t. d. um starf kennara yfirleitt. Sumir skólar veita það, sem kallað er almenn menntun, eru ætlaðir til þess að breiða út þekkingu á því, sem sér_ hver þegn siðaðs þjóðfélags á að kunna nokkur skil á. Aðrir skólar búa fólk hins vegar undir að vinna framleiðslustörf, eða önnur störf, sem framleiðslan kemst ekki af án. Þannig styður hvað annað í þjóðfélagsbyggingunni. Hver starfstegund er steinn í múrum hennar, sem illt er að vera án, þó að það raski ekki þeirri staðreynd, að framleiðslustörfin eru sjálfur hornsteinninn. Ég hefi kallað framleiðslustörf- in frelsisstríð og vil halda þeirri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.