Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 27

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 27
1. árgangur . 2..ársfjórd11ngur VAKA Einar Karl Nlgvaldason: ■•urrbiir Einar Karl er ungur þingeyskur bóndi. Hann er fæddur að Fljótsbakka árið 1906 og uppalinn á sama stað. Hann stundaði nám við héraðsskólann á Laugum og tók síðan við búi á Fljótsbakka, að föður sínum látnum. Þegar regn á rúðum dundi, raunalega golan stundi. Heyið allt var sem á sundi, svipur dagsins öskugrár, eins og jafnvel aldrei mundi aftur verða himinn ölár. Finnst mér eins og farg á baki, fossi regnið eftir þaki. Týna fuglar klið og kvaki, hvergi er glatt á sveitabœ, þó að dýpst í vitund vaki vonir manns um sól og blœ. Fer um loftið fuglakliður, fossadunur, lœkjaniður, óró blandinn fagnaðsfriður, finn ég þurrkinn koma nœr. Norðankólga er kveðin niður, kominn þýður sunnanblœr. Gegnum rofinn skýja-skjöldinn skína bláu himintjöldin. Svona tekur suðrið völdin, sólskin frammi í Bárðardal. Vœngjum lyftir vonafjöldinn: Víst í dag ég þurrka skal. Sólin viðan himin heiðir, hinztu þokuböndin greiðir. Á skammri stund þeim alveg eyðir, sú er myndin hugum þekk. Út til starfa alla seiðir, alla, er geta snúið flekk. 105

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.