Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 29
VA Iv A 1. drgangur . 2. úrsfjórdungiir
að gera sér ljóst, hversu gersam-
lega skammgóð trú hans er. Þeg-
ar ég kem með eitthvað, sem virð-
ist vera alger fullyrðing, þá verð
ég að biðja ykkur að setja þar
framan við eitthvað á þá leið, að
„mér virðist mjög sennilegt
að . . .“
Og nú ætla ég að reyna að gera
grein fyrir áliti mínu.
Maðurinn lifir í tveim heimum:
sýnilegum heimi, sem breytist
með tímanum, og ósýnilegum
heimi, sem er óumbreytanleg-
ur. En báðum þessum heim-
um er aðeins hægt að lýsa
eins og þeir koma okkur fyrir
sjónir, þ. e. frá mannlegu, ófull-
komnu sjónarmiði. Á meðal
máttarstoða hins ósýnilega heims
eru staðreyndir á borð við þá
stærðfræðireglu að 16 -)- 9 = 25.
Þessi staðreynd er alveg eins ó-
neitanleg og t. d. Alberts minnis-
merkið, sem hver heilskyggn mað-
ur hlýtur að kannast við, þegar
honum er bent á það. En hin
ósýnilega staðreynd er að því
leyti frábrugðin minnismerkinu,
að hún var góð og gild fyrir 10
þús. árum síðan og mun verða í
gildi eftir 10 þúsund ár. Vísindaleg
lögmál eru einnig ósýnilegar stað-
reyndir og af sama tagi tel ég
einnig sumar hugmyndir okkar
um, hvað fagurt sé og gott. En
þessum síðast nefndu staðreynd-
um er erfiðara að gera sér grein
fyrir af því að við komumst ekki
að þeim nema í gegnum móðu til-
íinninganna. Við vitum aðeins
lítið um það, sem nefna mætti
landaskipun hins ósýnilega
heims. Trúarbrögðin hafa mál-
að þar herfileg skrípi á hin
ókönnuðu svæði landabréfsins,
svo að ég tali áfram í líkingum,
og heimspekin hefir að sínu leyti
markað þar eins vafasama
breiddarbauga. Báðir aðilar hafa
fullyrt, að tilgang hins sýnilega
heims sé að finna í hinum ósýni-
lega, þvert á móti því, sem fólk
flest álítur. Þetta er galdurinn,
sem gerði þá volduga. Þeim hefir
mistekizt, þegar þeir hafa reynt
að lýsa hinum sýnilega heimi út
í æsar eða skipa fyrir um hegðun
í honum. Kirkjan stendur hálf-
tóm á vorum dögum, af því að
trúarjátning hennar er full af úr-
eltum vísindum, og siðalögmál
hennar er sniðið eftir miklu ein-
faldara þjóðskipulagi heldur en
nú gerist. — Samt sem áður er
fjöldi gáfaðra manna, sem held-
ur sér að kirkjunni, af því að hún
heldur að nokkru leyti uppi há-
leitum kröfum í heimi hér, þar
sem margt er á hverfanda hveli.
Ég tilheyri engum trúarflokki, af
því, að ég álít, að þessar kröfur
séu bornar uppi annars staðar. Ef
ég teldi, að takmark vísinda og
lista væri eingöngu tímanlegt, þá
myndi ég telja mig til einhverr-
107