Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 30

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 30
VAKA 1 • rírgangtir . 2. ársfjórðimgur ar kirkju. En það er mitt álit, að vísindamaðurinn sé í leit að hin- um æðsta sannleika og listamað- urinn að hinni fullkomnustu feg- urð. Þessvegna þykist ég finna í vísindum og listum, og í viðleitni til að breyta vel, öll þau trúar- brögð, sem ég hefi þörf fyrir. Mér er ekki mikið gefið um fólk, sem ekkert vill vita af hin- um ósýnilega heimi. í bezta falli er það eins og góðar skepnur, en allt of margt ekki einu sinni svo mikið. Þeir menn og konur, sem mestu hafa afrekað, bæði fyrir sig og sinn náunga, hafa einmitt tengt saman hina tvo heima. T. d. getið þið heyrt mig í kvöld af því, að James Clerk Maxwell tókst, fyrir 56 árum síðan, að flétta saman í nokkrar líkingar mjög mikils- verðum eiginleikum við rafsegul- bylgjur. í þessum líkingum er falinn sannnleikur, sem er eilíf- ur — og tilheyrir hinum ósýni- lega heimi. Loftskeyti og útvarp byggjast á þessari uppgötvun. Þeir, sem engar tengdir hafa við hið ósýnilega í tilverunni, engan hugarheim, geta í mesta lagi náð einskonar lausatökum á gæfunni. Hafi þeir slíkar tengdir munu þeir allmjög brynjaðir gegn óhamingju hins sýnilega heims og vera algerlega ónæmir fyrir leiðindum. Inge prófastur, H. G. Wells og ég erum að miklu leyti sammála um eðli hins ósýnilega heims, því að við erum allir, að nokkru leyti, lærisveinar Platós. * Mönnum er ekki meðfæddur skilningur á eilífum sannindum og verðmætum. Þeir öðlast hann við uppeldi í víðtækustu merk- ingu. Þ^ð er eitt af höfuðverk- efnum mínum að kenna stúdent- um við Cambridge háskóla til- teknar vísindalegar staðreyndir. Margir þeirra geta lært og eru námfúsir. En sumir eru hvorki næmir né námfúsir. Þeir geta sótt til Cambridge af því, að foreldrar þeirra eru ríkir. Með því útiloka þeir aðra, sem hafa betri and- lega hæfileika til náms og eru námfúsari. Sem kennari get ég ekki mælt bót þjóðskipulagi, sem ber ábyrgð á svona ranglæti. Við erum upp úr því vaxnir að verða líkamlega hungurmorða. Andleg- ur hungurdauði viðgengst ennþá, sem að mínu áliti er meira böl heldur en nokkurt efnahagslegt ójafnræði. Þangað til uppeldis- málum okkar hefir verið komið í það horf, að hver pilltur og stúlka, sem óskar eftir fullkominni menntun og hefir hæfileika til að njóta hennar, fái sinn skerf, munu stjórnmálaskoðanir mínar halda áfram að vera vinstra megin. Það er til ennþá þyngra böl 108

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.