Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 31
1. árgangur . 2. ársfjórdungur V A. li A
heldur en andlegur hungurdauöi
og það er hin vísvitandi undir-
okun frjálsrar hugsunar og mál-
frelsis. Ég fagna því að lifa í landi,
þar sem þetta böl kreppir minna
að heldur en í flestum öðrum
löndum. En þó hygg ég, að jafn-
vel á voru landi sé ritfrelsi óþarf-
lega mikið takmarkað í nafni sið-
gæðis, velsæmis o. s. frv. Það er
talsvert meira frelsi að þessu leyti
hinum megin við Sundið, en eng-
inn, sem unnið hefir með Frökk-
um að friðsamlegum störfum eða
barizt með þeim í ófriði, mun
bera þeim á brýn úrkynjun. Svo
margar nýjar hugmyndir eru fyrst
í stað framandi og geigvænlegar,
þótt nýtar reynist að lokum, að.
þung ábyrgð hvílir á þeim, sem
reyna að hamla þeim frá að sí-
ast út.
Meira að segja, sú ritskoðun,
sem ég drap á, er framkvæmd á
mjög hlutdrægan hátt. Bók, sem
lofsyngur stríð, getur verið alveg
eins andhælisleg, og að mínum
dómi eins ósiðleg, eins og lofsöng-
ur um lausung í ástum. En sú
fyrrnefnda er aldrei bönnuð og
sjaldan fordæmd í heyranda
hljóði.
*
Ég sný mér nú frá heimi hug-
myndanna að heimi veruleikans.
— Ég er líffræðingur og þess-
vegna rannsaka ég eðli og háttu
lifandi vera og lít vitanlega á
hlutina frá líffræðilegu sjónar-
miði. Ég kann vel við mig hér í
lífinu, af því að ég veit, að aðrar
skepnur, og jurtirnar líka, eru ná-
frændur mínir. Jafnvel hið líf-
vana efni hefir að mestu leyti
verið lifandi til forna. Þegar ég
virði fyrir mér fjall úr kalksteini,
þá hefi ég það á vitneskjunni, að
það hafi myndast úr ótölulegum
grúa örsmárra samherja. Það sem
kynlegra er — ég held að ég hafi
einhverja ofurlitla skímu um,
hvernig það sé að vera kalksteinn.
Við þekkjum oftast hlutina utan
írá. Okkar eigin líkama þekkjum
við innan frá. Alveg eins og allir
vita, hvað það er að vera heitur,
þannig þykist ég vita af eigin
reynd, hvernig það sé að vera
gerður úr óvenjulega miklu eða
litlu af kolsúru kalcium, sem kalk-
fjallið er myndað úr. Á þennan
hátt finn ég skyldleika minn við
umheiminn út í yztu æsar.
Ég er hluti af náttúrunni og,
eins og aðrir tímanlegir hlutir,
hvort heldur er snæljós eða fjall,
mun ég lifa mitt æfiskeið til enda
og síðan ekki meir. Þessi vitneskja
hrellir mig ekki, því að sumt af
verkum mínum mun ekki deyja,
þegar ég fer i gröfina.
Sem líffræðingur gef ég mjög
gaum að mínum eigin líkama.
Flestir gefa lítinn gaum að því,
sem er innan undir húðinni, nema
þeir séu veikir. Mér þykir gaman
að athuga, hvernig líffæri mín
109