Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 32
VAKA 1 ■ árgangur . 2. ársfjórðungur
verka, alveg á sama hátt og kunn-
ingjar mínir athuga bifreiðina
sína eða viðtæki. Mér þykir gam-
an að taka eftir, hvernig hjart-
anu í mér verður við, þegar ég
hleyp upp stigann, eða hve ört
neglurnar á mér vaxa. Fyrir líf-
fræðing getur jafnvel tannpína
verið uppbyggileg. Vitanlega álít
ég heilsuna ákaflega mikils virði,
miklu dýrmætari en auðæfi, og ég
tel æfi minni vel varið, ef ég get
eitthvað stutt að því með rann-
sóknum og uppeldi, að gera með-
bræður mína heilsubetri. Ennþá er
þekkingu í heilsufræði geysilega
ábótavant, en ef alþýða manna
hefði tileinkað sér þá þekkingu,
sem nú er til hjá örfáum mönn-
um, þá myndi meðalaldur í voru
landi væntanlega lengjast um 10
ár. Tveir þröskuldar standa í vegi:
fáfræði og blekkingar. Dæmi um
hið síðarnefnda: Stórfé er til þess
varið að útbreiða lygar um heilsu-
far, til þess að koma við auglýs-
ingum um læknisiyf og „holla
fæðu“, sem að jafnaði er gagns-
laus og oft skaðleg. Mjög skrum-
auglýst vitamínsamsull inniheld-
ur, auk vitamínanna, efni, sem er
blátt áfram eitur fyrir ungbörn.
Að landslögum kynni ég að verða
dæmdur í þungar fjársektir, ef
ég nefndi þetta efni, jafnvel þótt
hægt væri að sanna staðhæfingu
mína. Hinsvegar er mér frjálst að
halda því fram opinberlega, að
bóluefni við barnaveiki sé gagns-
110
laust, enda þótt það séu helber
ósannindi.
Tökum svo dæmi um ríkjandi
fáfræði. Þegar faðir leitast fyrir
um lífsstarf handa syni sínum,
lætur hann aðallega leiðast af
hagsvon og að nokkru leyti af
smekkvísi. Hann vill forða synin-
um frá lélegum launum og slæm-
um félagsskap. Hann hugsar ekki
um tjón á heilsu, nema um slysa-
hættu sé að ræða. En heilsufar í
starfsgreinum er ákaflega mis-
munandi og almenningur veit oft-
ast lítið um áhættu í eigin starfs-
grein, hvað þá heldur annara.
Annars myndi vart nokkur maður
með viti fást til að vinna við
málmsvarf eða knæpurekstur, þar
sem dauðsföll eru helmingi tíðari
en í meðallagi, ef hann ætti kost á
að verða trésmiður eða járnbraut-
arþjónn og njóta þannig meira en
meðallangra lífdaga. Stjórnendur
vorir eru jafn fáfróðir í þessum
efnum. Verndartollar og styrkir
eru veittir jöfnum höndum til
heilnæmra starfa, svo sem til
jarðyrkju, og til óhollra starfa, svo
sem bitjárnaframleiðslu. Sé þess-
um ráðstöfunum mótmælt, þá er
það frá hagrænu sjónarmiði, en
aldrei með þeim rökum, að með
því að létta undir með og örva
óhollar starfsgreinar, sé verið að
dæma nokkra samlanda sína til
dauða. Allir stjórnmálaflokkar
virðast sammála um að meta
meira fjárhagsleg rök heldur en