Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 36

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 36
VA.K A 1. árgangur . 2. ársfjórdungur legum niðurstöðum, þá er Am- eríka nú á vegi til heljar en ekki lífsins. Norðurálfan getur marga lærdóma sótt til Ameríku, nokkra til Asíu, en eg held ekki að við ættum að eftirapa þessi stór- lönd, hvorugt þeirra. Sumum ykkar mun að líkindum þykja eg leggja nokkuð mikið upp úr dánartölum. Eg hefi talað um þær af tveim ástæðum. í fyrsta lagi eru þær eini mælikvarðinn til þess að bera saman heilsufar tveggja atvinnugreina eða tveggja þjóða. Og eg held, að það sé náið hlutfall á milli heilsufars og ham- ingju. í öðru lagi eru jafnvel vel menntaðir menn fáfróðir um slíka hluti. Eg er Englendingur og þótt eg sé af skozkum ættum, þá hefi eg samt trú á Englandi. Eins og sakir standa, má land vort sín minna í stjórnmálum heimsins heldur en á öldinni sem leið. Samt sem áður eru sumar hugmyndir okkar og þjóðhættir einmitt nú að fara sig- urför um heiminn. í Moskva, þar sem þeir hafa hafnað okkar ágætu fyrirmynd að þingræði, rak eg mig sífellt á sama orðið á auglýsing- um: Það var ekki „sovét“ eða ,,rauður“ né „bylting“, heldur „phutbol“ (fótbolti). Hið sama á sér stað um allan heim. Spænskir nautabanar eru að verða mið-framherjar. Þýzkir stú- dentar eru farnir að iðka fót- bolta í staðinn fyrir að skráma 114 hvern annan í framan. Og með brezkum íþróttum breiðist út það siðalögmál, sem kennt er við drengskap í leikjum. Og hver veit nema sagnfræðingar á ókomnum öldum telji það brezka uppgötvun, sem ekki hafi reynzt þýðingar- minni en þingræðið og járnbraut- irnar. Eg vonast eftir að mér auðnist að sjá brezkar íþróttir leggja undir sig heiminn. En eg er ekki þröngsýnn ættjarðarvin- ur; eg myndi fagna franskri inn- rás í eldhúsin hjá okkur. Því aðeins hefir England mögu- leika til þess að ná aftur sínum fornu yfirburðum, að við getum verið tíu árum á undan öðrum þjóðum í iðnaði, eins og við vorum fyrir heilli öld síðan. Við ættum auðvitað að umskapa iðnað okkar, en það hafa aðrar þjóðir þegar gert hjá sér. Við komumst því ekki fram úr öðrum með því móti. Það er ekki sennilegt að við eigum miklar auðlindir af óunnum málmum. En við eigum ónotaðar mannlegar auðlindir, einkum í afkvæmum hinnar duglegu stétt- ar handiðjumanna. Bjartasta framtíðarvon okkar er í því fólgin að gefa þeim tækifæri til þess að vinna þrekvirki á borð við Watts og Stephenson. * Að síðustu þetta: Eg er mann- leg verá og borgari í mannfélag- inu, sem með ári hverju fær meiri heildarsvip vegna hagnýtra vís-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.