Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 37
1. árgangur . 2. ársfjórðungur VAKA
inda. Vísindastörf mín og rann-
sóknir eru á engan hátt bundnar
við landamæri eða þjóðflokka. Ja-
panir, Kínverjar og Indverjar eru,
eða hafa verið, samverkamenn
mínir engu siður en Norðurálfu-
og Ameríkumenn. Vitanlega er ég
meðmæltur öllum ráðstöfunum,
sem miða í þá átt að samlaga
þjóðirnar og hindra stríð. En hug-
myndir mínar um beztu aðferð-
irnar til að ná þessu marki, get
eg ekki rökstutt af nægilegri
þekkingu og sleppi þeim því. Af
sömu ástæðu segi eg ekki neitt um
fjármál.
Mér þykir vænt um að vera lif-
andi einmitt núna í stað þess að
hafa lifað á liðnum tímum. Um
4000 ára skeið fyrir lok 18. aldar-
innar hafði menning smám sam-
an breiðzt yfir stærra og stærra
svæði, en hún hafði ekki að sama
skapi vaxið að gæðum til. Það eru
ekki nema 100 ár síðan að börn
voru hengd í Englandi fyrir þjófn-
að og giftar konur máttu ekki
eiga eignir. Svona böl og ánauð
þekktist ekki í kaldeisku borginni
Úr 4200 árum áður. Á 19. öldinni
tvöfölduðum við væntanlegan
meðalaldur okkar, ferfölduðum
meðaltekjur okkar að kaupgetu,
og bættum stórlega uppeldi og
siðferði okkar. Þetta tókst fyrst
°g fremst með því að taka vísindin
í þjónustu sína. — Nú er allt sem
menning heitir að breyta um
gervi. Verið er með tilraunir, sem
ekki eiga sér nokkurt fordæmi.
Hin stórfellda tilraun með sósíal-
isma stendur yfir í Rússlandi og
verður efalaust reynd á einhverj-
um öðum stað. Við verðum fyrir
stórkostlegum og óvæntum slys-
um svo sem styrjöldinni miklu.
Við munum halda áfram að verða
fyrir slíkum slysum svo lengi sem
foringjar okkar eru, ekki aðeins
vísindalega fáfróðir, heldur og
aftan úr grárri forneskju í hugs-
unarhætti. (Allir kannast við
þegar keisarinn var að kenna
stríðið við „hin skínandi her-
klæði“ og Mr. Asquith við „hið
óslíðraða sverð“.) Við verðum að
láta okkur lærast að hugsa vís-
indalega, ekki aðeins um dauða
hluti, heldur og sjálfa okkur og
aðra. Þetta er hægt. Hver og einn
getur öðlazt allgóða þekkingu á
öllu sviði vísindanna og haft samt
nægilegan tíma til þess að sinna
algengum mannlegum málefnum.
En það eru fáir, sem leggja þetta
á sig. En án vísindalegrar þekk-
ingar fá menn ekki skilið rás við-
burðanna. Þar í liggur ástæðan
fyrir því, að bókmenntir og listir
okkar tíma fara að mestu leyti
svo langt frá virkileikanum.
Við lifum á hættulegu, en af-
skaplega merkilegu tímabili. Saga
myndast nú í stærri stíl og með
meiri hraða en nokkru sinni fyrr.
Um mannkynið í heild el eg bjart-
ar vonir. Um England er eg ekki
nema í meðallagi vongóður, þó að
115