Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 43

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 43
7. árgangur . 2. ársfjórdungur YAKA en til þess þarf margt, og ekki sízt það, að sameinuð séu þau öfl, sem traustust hafa reynzt í sveita- menningu fyrri tíma, við nútíðar- kunnáttu og nútíðarframfarir. Sú kenning, sem mikið var haldið að bændum á tímabili, að þeim væri á engu eins mikil þörf og auknu lánsfé, hefir ekki reynzt happasæl. Mörg verk hafa að vísu verið unnin fyrr en ella, en vegna verðbreytinga á framleiðsluvör- um, síhækkandi gjaldabyrði o. fl. hafa skuldirnar vaxið fjárhags- getunni yfir höfuð. Þetta, ásamt ýmsu öðru, hefir lamað bjartsýni margra sveitanna og stuðlað mjög að því ástandi, sem nú skapar mestan vanda, að uppvaxandi fólkið vill almennt ekki byggja framtíð sína á því, að stunda framleiðslustörf, en flytur til kaupstaðanna. Meðan erlent láhs- fé og aðrar þesskonar ráðstafanir miða að því að halda þar uppi falskri kaupgetu, þá er von að straumurinn örvist. Öll sú kaup- geta, sem ekki byggist á mætti framleiðslunnar, er fölsk og leiðir til fjárhagslegrar ómenningar. Því er það, að fátæk þjóð, eins og ís- lendingar, verður sem allra mest að byggja á því höfuðboðorði okk- ar fornu fjármálamenningar, að framleiða til eigin þarfa. Þá má og minnast þess, að landaura reikningurinn gamli hafði í sér fólgið mikið menningargildi nú- tíðarmönnum til fyrirmyndar. — Hann tryggði, á heilbrigðan hátt, samræmi í framleiðslu og vinnu, en það er eitt allra mikilsverðasta atriði heilbrigðrar fjármálastefnu. Þörfin á að skera burtu þá mein- semd, sem á því sviði sýkir allt okkar fjármálalíf, er ákaflega að- kallandi. Þar sannast þó, eins og víðar, sú regla, að hægra er að halda líkamanum heilbrigðum með hollu líferni, en lækna sjúk- dómana, þegar þeir eru komnir í algleyming. Aðstaða sveita og kaupstaða er næsta ólík og ber margt til. í kaupstöðum og við sjó er oft fljót- tekinn stundargróði en venjulega minna öryggi og meiri hætta á kröfufrekju og nautnagirni, sem getur fyrr en varir þurrkað stund- argróðann út. í sveitum er þess naumast að vænta, að styrkurinn liggi í fljótteknum gróða eða mik- illi framleiðslu verðhárrar út- flutningsvöru, en hitt er víst, að ef ræktunarmenning sveitanna kemst á það stig, sem þekking nútímans gefur færi til, þá er þar undra örugg trygging fyrir því, að hægt sé að framleiða til eigin þarfa að langmestu leyti — og í því liggur framtíðarstyrkur okkar sveitalífs. Annað, sem hefir meiri þýðingu en flestir gera sér grein fyrir, er sú gagnólíka menningaraðstaða, sem kunn er í atvinnuháttum sveita og kaupstaða. Sú regla, er heldur færist í vöxt í kaupstöðum, 121

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.