Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 45

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 45
1. árgangur . 2. ársfjórdttngur TAKA l'rederick H. Itrennnn: llin rétta móðir Við borð verjandans sátu tvær konur. Með augunum fylgdu þær hreyfingum lítils drengs, er með nokkrum erfiðismunum var að koma sér fyrir í vitnastólnum. Önnur konan virtist vera rúm- lega þrítug að aldri. Hún var klædd loðfeldi, sem bersýnilega hafði kostað of fjár. Vafalaust hafði hún einhvern tíma verið fögur, en nú var sú fegurð farin að láta ærið á sjá. Hin konan var yngri. Klæðnaður hennar var fábrotinn, en mjög snyrtilegur og framkoma hennar aðlaðandi. Hún var kennslukona. Við borð ákærandans sat mið- aldra maður. Hann var glæsi- menni í sjón, en um þunnar varir hans lék napurt bros. Eitt augna- blik hvíldu augu hans á drengn- um, en um leið og dómarinn byrj- aði að spyrja hann, leit maðurinn út um gluggann. — Þú heitir Neddie, er ekki svo? — Jú. nauðsyn til að tryggja betur en nú þá þætti í sveitamenningu þjóð- arinnar, sem bezt hafa reynzt og samgrónastir eru náttúrufari okkar kæra lands. — Hvað ertu gamall, Neddie? — Ég er bráðum átta ára? — Veiztu hvers vegna þú ert kominn hingað í dag? — Já, það er af því, að nú á að ákveða, hvort ég á að eiga áfram heima hj á mömmu minni í húsinu hennar. Maðurinn, sem þarna situr, er pabbi minn. Hann á heima í Boston, og------ — Þetta er nóg, Neddie. En segðu mér nú, viltu gjarna eiga heima hjá mömmu þinni? — Já, auðvitað. — Er mamma þín góð við þig? — Auðvitað. Hún er alltaf að gefa mér eitthvað. Núna síðast gaf hún mér lítinn hvolp. Hann er svartur, voða indæll----- — Heyrðu nú Neddie. Hingað hafa margir komið og sagt að mamma þín væri ekki góð við þig, að hún hugsaði ekkert um þig og kæmi þér til að gráta. Er þetta satt? — Mamma kemur mér aldrei til að gráta — bara einu sinni — þá var hún að taka flís, sem stakkst upp í fingurinn á mér. Þetta eru tóm ósannindi. — Hvað sérðu mömmu þína oft, Neddie? 123

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.