Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Qupperneq 47
1. árgangur . 2. ársfjórðungur VAKA
mín rétta mamma. Mín rétta
mamma er sú, sem þau kalla ung-
frú Denlinger, og segja, að sé
kennslukonan mín. Englunum á
sjúkrahúsinu skjátlaðist og þeir
sögðu hinni konunni að hún væri
mamma mín. Mín rétta mamma
vildi ekki særa hana með því að
segja henni eins og var-----
— Já, einmitt það!
— Hún heldur að hún sé
mamma mín, en við höfum bara
alltaf gert grín með hana. Hún
kemur til okkar einu sinni í mán-
uði og er þá alltaf full. — Joe
segir að hún hafi líka járn-
maga-------
— Herra dómari, við mótmæl-
um-------
— Haltu bara áfram, Neddie.
Hvað hafið þið ungfrú Denlinger
lengi gert grín með frú Pryskin,
eins og þú orðar það?
— í mörg, mörg ár, eins lengi
og ég man eftir mér. Við höfum
gert henni marga brellu, það get-
urðu reitt þig á! Hún á eitthvað
sem hún kallar framavon og hún
getur ekki þolað litla drengi. Ég
má aldrei gera hávaða, þegar hún
er komin. En mamma mln segir
að hún eigi mig og hún kæri sig
ekki um framavon af því að
syngja í útvarpið eða leika í New
York.
— Afsakið, herra dómari, þetta
barn er ekki skynbært sem
vitni------
— Augnablik. Ég þarf aðeins að
spyrja þig eins enn, Neddie. Þekkir
þú föður þinn, manninn, sem
þarna situr?
— Ójá, hann er kvæntur aftur
og á tvo litla drengi í Boston. Joe
segir, að hann kæri sig ekkert um
foreldraréttinn yfir mér — hann
vill bara ekki að konan í loðfeld-
inum ráði neitt yfir mér, en ég
kæri mig ekki um neina nema
mina réttu mömmu--------
— Við mótmælum, herra dóm-
ari.
— Rétturinn hefir heyrt nægi-
lega mikið af vitnaframburði í
þessu máli. Hvorugt foreldranna
er til þess fallið, að takast á hend-
ur uppeldi þessa drengs. Ég út-
nefni því ungfrú Denlinger sem
forráðamann hans, það er að
segja, ef hún er fús til að takast
þá ábyrgð á hendur?
— Já, með ánægju, herra dóm-
ari!
— Við mótmælum — barnið er
ekki skynbært sem vitni —
— Skynbært? Hvað þýðir það?
Er það eitthvað rangt? Ó, hvað
þýðir þetta orð? spurði drengur-
inn angistarfullur.
— Það þýðir ekkert drengur
minn Réttinum er slitið!
V. J. þýddi.
Áfeitgi-----------------------
Um langan aldur hefir fátt bakað
mannkyninu meira böl, sjúkdóma
og þjáningar en nautn áfengra
drykkja. Charles Darwin.
125