Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 48
VAI4A 1. árgangur . 2. ársfjórðungur
Iiigiinar «1 óiiswon:
Iiýdfrelsi -- eineæði
Fyrxr nokkrum árum þóttí
orðið „frelsi“ eitthvert feg-
ursta orð tungunnar. Við það orð
voru þá tengdar minningar um
hetjudáðir og heitar tilfinningar,
sem hleyptu hrifningu í hug
ungra manna. Einstakir menn og
heilar þjóðir höfðu lagt á sig
mikið erfiði og fært þungar fórnir
til þess að öðlast rétt til þess að
ráða málum sínum án íhlutunar
annarra. Stjórnarfarslegt frelsi
hafði orðið að sækja í hendur inn_
lendra harðstjóra eða erlendra
kúgara. Jafnrétti þegnanna í
þjóðfélaginu hafði víða kostað
blóð þeirra, sem brautina ruddu.
Frelsið varð dýrkeypt og þess
vegna líka dýrmætt.
Menn hugsuðu þó ekki almennt
út í það, að jafnáríðandi væri að
gæta hins fengna frelsis og að
afla þess. Forystumönnum í frels-
isbaráttu þjóðanna mun hafa
fundizt, að öllum hlyti að virðast
það svo mikils virði, að engin
hætta væri á, að því yrði glatað
aftur.
126
En öll viðhorf breytast eftir
því, sem tímar líða. Það þarf ekki
meira en einn til tvo mannsaldra
til þess, að mönnum finnist það
ástand, sem er, svo sjálfsagt að
þeir gleyma því, að áður hafi ann_
að verið. Persónufrelsi og réttur
til að hugsa og tala samkvæmt
sannfæringu sinni er nú orðið
kallað almenn mannréttindi, og
mönnum kemur ekki til hugar, að
þessi réttindi verði af þeim tekin.
Almennur kosningaréttur er lög-
bundinn og engan grunar, að við
því verði hreyft. Menn verða and-
varalausir um að gæta hins dýr-
keypta frelsis.
í þessu hlýtur að felast skýr-
ingin á því, að nú upp á síðkastið
hefir tekizt á stuttum tíma að
svipta heilar þjóðir þessum rétt-
indum, sem við teljum sjálfsögð.
Þar hefir heldur aldrei verið
gengið beint að verki. Þeir, sem
einræðisvöldum reyna að ná,
byrja aldrei á að tala um afnám
kosningaréttar og annara al-
mennra mannréttinda heldur um