Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 49

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Síða 49
1. úrgangur . 2. úrsfjórdungur \T A Ií A það, sem aflaga kann að fara und- ir ríkjandi stjórnarformi. Því ætla þeir öllu að kippa í lag, ef lýður- inn vill fá þeim völdin í hendur. En þegar völdin eru fengin, segj- ast þeir ekki geta komið lofuðum umbótum í framkvæmd, nema því aðeins, að þeir fái að vera í friði fyrir ádeilum og kosningum um sinn. Þess vegna verði að afnema stjórnfrelsið. En sagan sýnir, að þeir, sem náð hafa einræðisvöld- um, sleppa þeim ekki aftur af fús- um vilja. En hvers vegna vakna menn ekki upp við vondan draum, þegar þeir finna klafa ófrelsis renna að hálsi sér? Tvær orsakir liggja til þess. Önnur er sú, að í flestum þeim löndum, sem nú búa við einræðis- stjórn, var lýðfrelsi ýmist skammt á veg komið eða hafði aðeins um stutta stund viðurkennt verið. Frelsið var enn ekki orðið almenn- ingseign. Hin orsökin er sú, að stjórnir einræðislandanna vaka vandlega yfir því, að almenningur í löndum þeirra fái það eitt að vita, sem stjórnirnar óska. Öll útbreiðslu- tæki og áróðurs eru tekin í þarfir ríkjandi stjórnarstefnu. Skólar, útvarp, bækur og blöð, allt verður þetta að túlka hina einu, „réttu“ stefnu. Allt annað er bannað og refsivert líkt og fyrr á öldum trú- arvilla eða drottinsvik. Stundum má heyra þá fullyrð- ingu, að einræðisfyrirkomulagið feli í sér fullkomnara lýðræði en nokkurt annað stjórnarform, því að þar standi öll þjóðin sameinuð bak við leiðtoga sína. Þetta hljóm- ar undarlega í eyrum þeirra, sem vanir eru frjálsum umræðum um þjóðmál. Það mun að vísu rétt vera, að meiri hluti fólks í ein- ræðislöndunum fylgir nú stjórn- um þeirra, og trúir því jafnvel, að hvergi á byggðu bóli sé eins vel og viturlega stjórnað og þar. Þetta er skiljanlegt, því að enginn réttur samanburður við önnur lönd kem- ur til greina, ef þar er andstætt stjórnarfar. Hið eina, sem fólkið fær að vita þaðan, eru mistök stjórnarvaldanna og erfiðleikar þjóðanna. Refsing er jafnvel lögð við því, ef einhver hlustar á erlent útvarp. Það er álitið hættulegt, að almenningur heyri málin rædd frá fleiri hliðum en einni. í þessari einokun upplýsingar og hugsunar er fólgið bæði styrk- ur og hætta. Það er viss styrkur að geta kæft alla gagnrýni, jafn- vel áður en hún lætur á sér bæra. En það er líka mikil og hræðileg hætta, þegar heilar stórþjóðir eru óvitandi um, hvernig með þær er teflt, svo að þær hafa ekki hug- mynd um, þótt hársbreidd einni muni, hvort þeim er steypt út í ægilega styrjöld eða ekki, eins og nýleg dæmi eru til. Svipuð hræðsla við sannar upp- lýsingar kemur, þvi miður, stund- 127

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.