Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 50
VAKA 1 ■ iírgangur . 2. ársfjórdungur
um fram hjá mönnum í lýðræðis-
löndunum, þegar þeir vilja ekki
heyra neitt um það, sem betur
kynni aö fara þar, sem einræði
er. Þetta er óviturlegt. Vitanlega
getur ýmislegt nýtt og gagnlegt
komið fram við breytta stjórnar-
hætti, sem nota má víðar, þótt
annað stjórnarfar sé. Og þeir, sem
lýðfrelsi unna, eru skyldir að hafa
það helzt, sem bezt reynist, hvað-
an sem það kemur. Með því
tryggja þeir bezt, að ekki verði
hlaupið út í ótímabærar breyting-
ar í ófrelsisátt út af óánægju eða
vandræðum, sem afstýra hefði
mátt með meira víðsýni.
Engin líkindi eru til, eins og nú
horfir, að þær þjóðir, sem búa við
einræðisstjórn, fái aftur stjórn-
frelsi, nema eftir margvíslegar
hörmungar og ef til vill blóðugar
byltingar.
En því fremur er ástæða til
fyrir þær þjóðir, sem vanar eru
frelsi, og enn halda því, að láta
ekki svipta sig því. Það hljómar
óneitanlega dálítið einkennilega,
þegar menn í lýðfrjálsu landi, eins
og hér er, eru að kvarta undan
höftum og ófrelsi I öðru orðinu en
í hinu dást þeir að ástandinu í
þeim löndum, þar sem frelsið er
afnumið. Ætli þeim hinum sömu
brygði ekki illa við, ef hér kæmi
ströng einræðisstjórn, sem skipuð
væri skörpustu andstæðingum
þeirra? Hvað yrði þá úr kvörtun-
um þeirra og kröfum á hendur
128
valdhafanna? Og hvað yrði um þá
sjálfa, ef þeir færu líku fram og
nú? Þetta ættu einræðissinnar að
reyna að hugleiða, hvaða öfga-
stefnu, sem þeir fylgja. Það er holl
regla að setja sig öðruhvoru í
annara spor.
Fyrir skömmu var þess há-
tíðlega minnzt, að íslendingar
fengu fullt lýðfrelsi fyrir tuttugu
árum, er fullveldi íslenzka ríkis-
ins var viðurkennt. Fyrir þessu
höfðu beztu menn þjóðarinnar
barizt mannsöldrum saman.
Öllum þótti frelsið gott. En það
er vandi að gæta þess. Og fleira
er athugavert fyrir þá kynslóð,
sem nú er að alast upp og ekki
þekkir frelsisbaráttuna nema úr
sögunni. Hún þarf að muna, að
það má misnota frelsið, og að
vandi hvílir á öllum að nota það
vel.
Það er bein misnotkun, ef þeirr-
ar aðstöðu, sem ritfrelsi og mál-
frelsi veitir, er neytt til þess að
rífa burtu þá hornsteina, sem lýð-
frelsið sjálft er reist á. Grund-
völlur lýðfrelsis er jafnrétti. Án
þess verður aldrei til frelsi, nema
handa fáum útvöldum, þeim, sem
sterkastir eru í þann svipinn.
Jafnréttið má því aldrei skerða.
Réttur annara verður að vera
hverjum einstökum jafnhelgur og
hans eigin réttur.
Annar hornsteinninn er vit og
þekking, og einkum þó almenn
upplýsing. Þar leggur einnig lýð-