Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 51

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 51
1. árgangur . 2. árs/jórdungur VAKA Pearl §. Bnek Bókmenntaverðlaunum Nobels fyrir árið 1938 var úthlutað snemma vetrar. Ameríska skáld- konan Pearl S. Buck hlaut þau að þessu sinni. Prú Buck er fædd í Ameríku 26. júní 1892, en bernsku og ung- lingsárum sínum eyddi hún flest- um í Kína, þar sem faðir hennar starfaði sem trúboði. Síðar dvaldi hún við nám í Englandi og í Ameríku, en undi sér á hvorugum staðnum vel. Skömmu síðar giftist Pearl am- erískum háskólakennara í Kína og stunduðu þau hjón bæði síðan háskólakennslu í Kína. — Þau skildu samvistir fyrir all-löngu síðan, og nú er frú Buck gift am- erískum bókaútgefanda, Walsh að nafni. Hann er einn af stærstu bókaútgefendum í New York, og gefur út bækur konu sinnar í risastórum upplögum. Árið 1923 birtist fyrsta sagan eftir frú Buck. Það var smásaga, frelsið miklu þyngri skyldur á herðar hvers þegns þjóðfélagsins en einræðið. Því er treyst, að ó- hætt sé að trúa hverjum manni til þess að rita ekki né tala neitt til verulegs ógagns fyrir þjóðar- heildina. Ennfremur er gert ráð fyrir því, að hver þegn geti lagt til málanna eitthvað af heilbrigðu viti og haft heppileg áhrif á af- greiðslu þjóðmála með atkvæði sínu. Hér eru viðhorfin gerólík. Ann- ars vegar er krafizt þekkingar og ábyrgðar sem allra flestra ein- staklinga þjóðfélagsins. Hins veg- ar er allri ábyrgð kastað upp á einhverja foringja, en litið á þekkingu almennings eins og hættulega pest, er verjast þurfi með öllum ráðum. Ég skil ekki, að ungir menn og konur, sem stunda nám og leitast á þann hátt við að auka þekkingu sína, eigi erfitt með að velja þarna á milli. Og ég er sjálfur ekki í neinum vafa um, hvor stefnan er íslenzku þjóðinni hollari. 129

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.