Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 52
VAKA 1. árgangur . 2. drsfjórdungur
sem kom út í tímariti einu. Á
næstu árum birtust eftir hana
fleiri smásögur og árið 1930 kom
út hin fyrsta af stærri skáldsög-
um hennar. Árið eftir kom út
skáldsagan The Good Earth, sem
í íslenzkri þýðingu hlaut hið ó-
heppilega nafn Gott land. Sú saga
er frægust af öllum sögum frú
Buck, enda var hún sæmd Pulit-
zerverðlaununum og átti svo loks
drýgstan þátt i þvi, að frúnni
voru veitt bókmenntaverðlaun
Nobels.
Frú Buck er tvimælalaust í hópi
allra fremstu skáldsagnahöfunda,
sem nú eru uppi í heiminum,
enda eru bækur hennar geysi-
mikið lesnar á fjölda mörgum
tungumálum. Lýsingar hennar á
lifinu í Kína, árekstrunum milli
gamla og nýja tímans, austrænna
erfðavenja og vestrænnar menn-
ingar, kjörum fólksins og hugsun-
arhætti, að ógleymdu landinu
sjálfu, eru svo ljósar og lifandi,
að lesandinn gleymir ósjálfrátt,
að hann er að lesa skáldsögu,
og honum virðist þess í stað sem
hann standi andspænis veruleik-
anum sjálfum.
í þessu hefti Vöku birtist byrjun
á stuttri skáldsögu eftir Pearl S.
Buck. Sú saga gefur góða hug-
mynd um frúna sem rithöfund.
í byrjun sögunnar er lesandinn
leiddur inn á kínverskt heimili í
betri röð. Heimili, þar sem æfa-
gamlar erfðavenjur og hefðbund-
130
Til Yöknmaima
Vökumenn, þið varpa skulið
vorblóma yfir nýja öld.
Ykkar mark er að efla, styrkja
og auka ’in helgustu frelsisvöld.
Háir tindar í fjarska falda
fönnum ogbenda,hvar mark er sett.
Hlutskiptið er að vinna og vaka,
og vernda sjálfstœðrar þjóðar rétt.
Draumurinn er með djarfleik að efla
það dfjrsta og fremsta, sem þjóðin á.
Og skilja komandi kynslóðum eftir
þann karlmennskudug,
er byggt skal á.
Verndum þjóðerni,
mál vort og menning;
vor markvissa sókn skal ei þekkja
kvöld.
Vökumenn, þið vatpa skulið
vorblóma yfir nýja öld.
Björn Dan.
inn vani sitja í hásæti dag hvern.
Með komu einkasonarins frá námi
sínu í skólum Evrópumanna, riða
hin gömlu form, fyrst örlítið, svo
að varla verður greint, en síðan
æ meira, þangað til á sér stað
alger bylting í lífsvenjum ættar-
innar, gömul form verða að þoka
fyrir nýjum, austræn hefð fyrir
vestrænni tízku.
Öllum persónum sögunnar er
vel lýst, ekki sízt eiginkonu unga
mannsins, sem honum var gift
áður en hann fór að heiman til
náms. Sú kona, konan, sem allt
sitt líf, og einnig á dauðastund-
inn, fórnaði sér fyrir skyldur við
eiginmann og venzlafólk, hlýtur
að verða lesandanum minnisstæð.
V. J.