Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Side 58
V A lí A 1. árgangur . 2. ársfjórðungur
„Oh!“ sagði Yuan, „en hvar er
sonur minn?“
„Hér er ég!“ sagði drengurinn
mjög hátt. Hann hafði starað á
föður sinn með augum, sem voru
kringlótt af undrun og eftirvænt-
ingu.
Yuan hló við og lyfti honum
upp. „Þetta hefir þú aðhafzt síð-
ustu sjö árin, karlinn! Þú hefir
breytzt úr mánaðargömlum, væl-
andi anga í stóran og myndar-
legan karlmann!"
Nú gat hún virt hann fyrir sér
óhindruð, því að hann sneri sér
undan og lét dátt að barninu. Jú,
hann hafði þroskazt. Hún sá
greinilegan mun. Þegar hann fór
að heiman, hafði hann verið
grannur og unglingslegur, þrátt
fyrir tuttugu og fjögurra ára ald-
ur, miklar gáfur og mikinn lær-
dóm. Nú var hann þreknari, ofur-
lítið hávaxnari einnig. Blærinn
yfir andlitinu var annar. Sjö ár
í framandi landi höfðu eðlilega
haft sín áhrif á hann. Að heiman
hafði farið unglingur, þrátt fyrir
allt. Til baka kom fullþroskaður
karlmaður, herra hennar og eig-
inmaður. Hún varð allt í einu
gripin af sterkri feimnistilfinn-
ingu. Hún fann blóðið leita til
höfuðsins og vissi að roðinn
breiddist yfir kinnar sínar. Hún
ýtti dóttur sinni fram fyrir sig.
„Talaðu við föður þinn, barnið
mitt!“ hvíslaði hún.
En litla stúlkan brosti aðeins
136
og horfði niður fyrir fætur sína,
þangað til drengurinn hrópaði:
„Þarna er systir mín!“
Þá sneri Yuan sér að dóttur
sinni, tók í hönd hennar og sagði:
„Og hvað ert þú nú að búa til,
litla Siu-lan? Skó handa þér eða
eitthvað slíkt?“
„Nú er hún orðin tíu ára,“ sagði
gamla frúin, „og þvi nógu gömul
til þess að fara að suma brúðar-
kjólinn. Móðir hennar kann að ala
upp stúlkubörn á hinn góða og
gamla hátt. Hún veit, hvað ung
stúlka á að kunna og er þess vegna
farin að láta Siu-lan æfa saum-
inn á brúðarpilsinu.“
Litla stúlkan hlustaði á allar
þessar skýringar með illa dulinni
óþolinmæði, og hún var komin
á flugstig með að láta hana í ljós
með orðum, þegar móðir hennar
drap aðvarandi hendi á öxl
hennar.
Faðirinn ungi svaraði móður
sinni engu. Hann opnaði munninn
eins og hann ætlaði að segja eitt-
hvað, en lokaði honum svo aftur
án þess að taka til máls. Það varð
vandræðaleg þögn. Hann fann
það og sagði því:
„En hvað það er gott að vera
kominn heim aftur! Nú ætla ég að
fara inn í mitt eigið herbergi til
þess að þvo af mér ferðarykið.
Þetta hefir verið þreytandi ferða-
lag upp á síðkastið. Við vorum
þrjá daga upp eftir fljótinu —
þrjá daga að ferðast hundrað