Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 60
VAIiA í. árgaugur . 2. ársfjórdungur
Dugnaðarmenn 11. 1*1111111* Ch 1*1 ÍBISSOII
GRÍMUR er fæddur árið 1904.
Ungur missti hann föður
sinn og ólst síðan upp á vegum
móður sinnar. Hann lagði stund
á alla algenga vinnu, sem fyrir
kom, þangað til hann hóf búskap
árið 1932.
egar Grímur hóf búskap sinn á
Svarfhóli í Geiradal í Barðastrand-
arsýslu, grúfði viðskiptakreppan eins og
óveðursský yfir atvinnuvegum lands-
manna, ekki sízt landbúnaðinum. Margir
bændur flýðu jarðir sínar vegna örðug-
leikanna og bættust i hóp atvinnuleys-
ingjanna á mölinni. Aðeins örfáir höfðu
til að bera þá trú á framtíð landbúnað-
arins, þann yfirlætislausa kjark og raun-
hæfa dugnað, að þeir þyrðu að byrja
búskap, treysta íslenzkri frjómold fyrir
afkomu sinni og sinna.
Grímur var einn af þeim, sem jafnvel
á þessum tímum fráfældust ekki hlut-
skipti bóndans. Hann hóf búskap á lítilli
jörð og við lítil efni. En vegna mikillar
ráðdeildarsemi og dugnaðar í hvívetna,
hefir hagur hans blómgazt svo, að nú
er hann vel bjargálna bóndi. Bústofn
hans er nú um 100 fjár, 5 hestar og 2
kýr, og að meðtöidum öðrum eignum,
s. s. allhárri eningaupphæð í kaup-
félagi sínu, nemur skuldlaus eign Gríms
nú á 8. þúsund krónur.
Grímur hefir bætt og stækkað túnið á
Svarfhóli og byggt steinsteypt fjós, hlöðu
og haughús og safnþró. Nú hefir hann
sterkan hug á að byggja bæinn að nýju,
og má óhætt gera ráð fyrir, að þar verði
ekki látið sitja við hugmyndina eina.
138
Grímur er ókvæntur og býr með móður
sinni.
Grímur er góður heim að sækja eins
og íslenzkir bændur yfirleitt. Hann er
ræðinn og spyr margs, en berist talið að
hans eigin framkvæmdum, verður hann
fámálli og vísar því tali á bug með
svipuðum orðum og þessum: „Minn bú-
skapur er ekki til að gera orð á. Það er
hverjum fullhraustum manni vorkunnar-
laust að skapa sér sæmilega afkomu við
búskap í ekki verra árferði en nú er.“
Á þessum „síðustu og verstu tímum“
er okkur gott að minnast manna eins
og Gríms. Manna, sem stefna gegn erf-
iðleikunum og sjá mörg úrræði, þegar
dáðleysinginn leggur árar í bát. Þeim
mönnum veitist næsta létt að notfæra
sér hin margháttuðu og lítt notuðu gæði
landsins. Þeir eygja aðra afkomumögu-
leika en framíærslu af almannafé.