Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 64

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Page 64
VAKA 1. árgangur . 2. ársfjórðungu Leyiularmál úr lierbúðum Francos Allt frá upphafl borgarastyrjaldar- innar á Spáni, og fram til þessa dags, hafa Sheriffarnir í spönsku Mar- okkó prédikað heilagt stríð fyrir trú- bræðrum sínum, Márunum. Frá turnum bænahúsanna berast bölbænir þeirra yfir djöflinum Marx, sem vill ræna mann- kynið trúnni á hinn eina, sanna guð, Allah, og hvatningarorð þeirra um lið- veizlu við hinn góða málstað, málstað Allah. Og þeir hafa ekki til einskis talað. Márarnir, sem elska stríð og æfintýri, hafa keppzt um að sýna trúnað sinn við málstað Allah. Hver hópurinn eftir annan af ofstækisfullum hermönnum, ungum drengjum og síðskeggjuðum öld- ungum, hefir verið fluttur frá Marokkó til Spánar. Sár, kuldi, hungur og önnur mannleg mein fá lítið á þá. Þeir berjast hinni góðu baráttu, heyja heilagt stríð. Og þegar sprengikúlur stjórnarliðsins tæta þá sundur og blóð þeirra litar rauð- an snjóinn á spanskri grund, líða þakk- arandvörp frá brjóstum þeirra fyrir þá hamingju, að hafa fengið að láta lífið fyrir Allah, fyrir spámann hans, Muha- med.... og einnig fyrir hinn þýðingar- minni talsmann hans: Krist. Þessar eru orsakirnar fyrir því, hversu Márarnir hafa verið fúsir til að berjast á Spáni. ■ Fanco hefir áður verið foringi í herliði Sánverja í Marokkó. Þar hefir hann 142 fengið sína hernaðarlegu reynslu í þrot- lausum smáskærum við Márana, sem aldrei hafa sætt sig við yfirráð Spán- verja og líta á þá sem sína erkifjand- menn. — Franco nýtur ekki mikils álits fyrir kænsku, stjórnvizku eða hagnýta tækni í útbreiðslu ákveðinna skoðana, enda er það orðtak hans um sig og sína fylgjendur, að þeir séu hermenn en ekki stjórnmálamenn. í skiptum sínum við Márana hefir Franco þó komizt lengra en yfirleitt er á færi Evrópumanna. Enda segja kunnugir, að Franco sé fyrst hann sjálfur, þegar hann sé kominn upp í fjöllin í Marokkó. Þar kemur fyrst í Ijós sá sérstæði æfintýra- og her- mennskublær, sem yfir honum hvílir, þar nýtur sín til fulls hin frábæra þekking hans á skapferliog lyndiseinkennumMár- anna. Óg þessir eiginleikar eru það fyrst og fremst, sem hafa gert honum, herfor- ingjanum og drottnaranum, mögulegt að vinna fylgi og örugga liðveizlu sinna fyrri fjandmanna. Þegar Franco flytur ræðu fyrir Már- unum, er ræðuflutningur hans með öðr- um hætti en Spánverja yfirleitt. Hann talar rólega og beitir engum leikara- skap til þess að gera málflutning sinn áhrifameiri. — Meginkjarni máls hans er þessi: „... Við höfum verið fjandmenn. Við höfum átt í ófriði öld eftir öld. En við höfum ávallt sýnt hvor öðrum virðingu,

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.